Fréttayfirlit: febrúar 2014 (Síða 2)

Leitarsvæðið nær frá Reykjanestá að austasta hluta Snæfellsness

Nú eru tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ og TF-LIF, við leit að báti á Faxaflóa. Auk þess eru tvær finnskar björgunarþyrlur, sem staddar voru hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2014, nýttar við leitina en þær fljúga nú yfir norðanverðan flóann. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Grindavík, Sandgerði, Hafnarfirði, Reykjavík og Rifi eru einnig við leit auk nokkurra minni björgunarbáta. Björgunarsveitir og lögregla á svæðinu eru með eftirgrennslan frá landi.

Umfangsmikil leit stendur yfir á Faxaflóa

Landhelgisgæslunni barst um kl. 15:00 aðstoðarbeiðni frá bát sem leki hafði komið að á Faxaflóa og voru skipverjar komnir í björgunargalla. Ekki náðist staðsetning bátsins eða aðrar upplýsingar og hefur ekki náðst samband við bátinn. Samstundis voru þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út auk björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem eru nú við leit á svæðinu.

Sprengjusérfræðingar LHG eyddu tundurdufli á Melrakkasléttu

Landhelgisgæslunni barst nýverið tilkynning um rannsóknadufl sem hafði borist á land á Norðausturlandi og var farinn leiðangur fyrir helgina þar sem sprengjusérfræðingar m.a. áætluðu að kanna duflið nánar. Fundu þeir þá óvænt breskt tundurdufl á Melrakkasléttu.

Landhelgisgæslan æfir með finnsku þyrlusveitinni

Landhelgisgæslan var í dag í þjálfun og æfingum með björgunarþyrlum Finna sem eru nú hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet 2013. Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar fara með í flug finnsku þyrlanna og þjálfa áhafnir þeirra í björgunarstörfum til sjávar. M.a. var æft með sjómælinga- og eftirlitsskipinu Baldri og harðbotna bátnum Leiftri á ytri höfn Reykjavíkur. Sjá myndir frá æfingunni.

Síða 2 af 2