Fréttayfirlit: mars 2014 (Síða 2)

Varðskipið Týr breytir um lit

Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málaður rauður vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí nk. Landhelgisgæslan og Fáfnir Offshore hf undirrituðu nýverið fimm mánaða samning um leigu á varðskipinu þar sem skipið verður leigt til eftirlits- og björgunarstarfa sem og almennra löggæslu- og þjónustustarfa fyrir Sýslumanninn á Svalbarða með heimahöfn í Longerbyen.

TF-SIF tók þátt í björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF kom nýverið að björgunaraðgerð 93 sjómílur suður af eyjunni Lampedusa á Miðjarðarhafi þar sem um 98 flóttamönnum var bjargað um borð í skip ítölsku strandgæslunnar. Um borð voru um 89 fullorðnir og 9 börn. TF-SIF hefur frá byrjun febrúar verið við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi fyrir Frontex Evrópusambandsins en Ísland er aðili að samstarfinu í gegnum Schengen.

Síða 2 af 2