Fréttayfirlit: maí 2014 (Síða 2)

TF-LÍF flutti þyrlu sem varð fyrir óhappi

Landhelgisgæslunni barst fyrir helgi beiðni um aðstoð frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa við að flytja þyrlu sem varð fyrir óhappi á Eyjafjallajökli þann 1. maí sl. TF-LÍF flutti í gær þyrluna niður á láglendi þar sem rannsóknarnefndin tók við henni til rannsóknar.

Leitar- og björgunaræfing þjóða Norðurskautsráðsins stendur yfir hér á landi

Leitar og björgunaræfingin Arctic Zephyr hófst í morgun en hún er haldin á vegum yfirherstjórnar Bandaríkjanna USEUCOM og taka þátt í henni þjóðir innan Norðurskautsráðsins. Æfingin fer fram á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem rekið er af Landhelgisgæslu Íslands. Æfingin stendur yfir í tvo daga en um er að ræða skrifborðsæfingu þar sem íslenskar stofnanir, fyrirtæki og björgunaraðilar vinna að viðamiklu leitar- og björgunarverkefni ásamt samstarfsþjóðunum sem eru Bandaríkin,  Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð.

Bandarísk flugsveit kemur til loftrýmisgæslu

BNA_Thota

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 12. maí nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 220 liðsmenn taka þátt í verkefninu, þar af um fimmtán manns á Akureyri þar sem staðsettar verða þotugildrur  og flugviti. Flugsveitin kemur til landsins með F-15 orrustuþotur, C-130 björgunarflugvélar, ásamt eldsneytisbirgðavél.

Eldur í strandveiðibát á Breiðafirði

_MG_0659

Eldur kviknaði í morgun í stýrishúsi strandveiðibáts sem var staðsettur á miðjum Breiðafirði. Landhelgisgæslunni barst neyðarkallið á rás 16 kl. 08:05 og áframsendi það með því að upplýsa skip og báta á svæðinu um stöðu mála.  Fljótlega komu nokkrir bátar til aðstoðar og náðist að slökkva eldinn á skömmum tíma.

Síða 2 af 2