Fréttayfirlit: júlí 2014 (Síða 2)

Varðskip og þyrla LHG sóttu ferðamenn á Hornstrandir

Landhelgisgæslan fór í gær til aðstoðar tveimur hópum ferðamanna sem voru staddir í Hornvík á Jökulfjörðum og Veiðileysufirði. Veður á þessu svæði hefur verið afar slæmt að undanförnu og spáin næstu daga ekki góð. Því leit út fyrir að erfitt yrði að nálgast fólkið á næstunni með áætlunarferðum.

Ferjuflugvél lenti heilu og höldnu á Egilsstöðum

_MG_0659

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:55 neyðarkall frá ferjuflugvél með einn mann um borð sem var staðsett yfir Héraðsflóa, um 15 sjómílur frá Egilsstöðum. Skömmu síðar hvarf flugvélin af ratsjá og voru þá lögregla og björgunarsveitir kallaðar út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

TF-SYN æfir með danska varðskipinu Triton

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN var nýverið við æfingar með danska varðskipinu Triton sem nú er staðsett í Reykjavíkurhöfn. Framkvæmdar voru aðflugsæfingar, hífingar af dekki, björgun úr sjó og fleira. Æfingin gekk mjög vel en hún er liður í samstarfssamningi Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins.

Hvalaskoðunarskip strandaði á Skjálfanda

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:58 aðstoðarbeiðni frá hvalaskoðunarskipinu Hauki sem strandaði við Lundey á Skjálfanda. Um borð voru nítján farþegar ásamt tveggja manna áhöfn. Landhelgisgæslan hafði samband við nærstödd skip og báta sem voru beðin um að stefna á staðinn auk þess sem björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru kölluð út.

Austurríska sjónvarpið fjallar um rannsóknir þyrlulæknis LHG

Landhelgisgæslan fékk nýverið heimsókn frá austurrískri sjónvarpsstöð sem var hér á landi við upptökur á vísindaþætti sem fjallar um rannsóknir Hannesar Petersen þyrlulæknis hjá Landhelgisgæslunni. Hannes hefur um skeið unnið að rannsóknum sem tengjast sjóveiki og hegðun hvala.

Síða 2 af 2