Fréttayfirlit: ágúst 2014

Ratsjármyndir af Holuhrauni með nánari upplýsingum

Hér eru myndir sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vann úr gögnum sem safnað var í dag með radar- og eftirlitsbúnaði TF-SIF.

Leiðangur með TF-SIF til að skoða eldstöðvar í Holuhrauni

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun til að kanna aðstæður í Holuhrauni, við Bárðarbungu, Dyngjujökul og Öskju Farið var í loftið kl 09:30 og og komið aftur til Reykjavíkur um klukkan 13:00. Eldgosið sem hófst á miðnætti stóð að líkindum í þrjá eða fjóra klukkutíma og er því lokið. Gígaröðin er 900 metra löng og liggur hún um fimm kílómetra frá jökulröndinni.

Engar frekari breytingar sjáanlegar í flugi TF-SIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug í morgun með vísindamenn og fulltrúa almannavarna yfir Vatnajökul. Markmið flugsins var að skoða betur sigkatla sem fundust í Bárðarbungu í gær. Einnig var flogið lágflug yfir Hágöngulón og Köldukvísl. Engar breytingar voru sjáanlegar í fluginu.

Áhöfn varðskipsins Ægis losaði hnúfubak úr netatrossu

Skipstjórinn á Gammi SK 12 hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan 11:07 í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð gæslunnar við að losa hnúfubak sem hafði fest sig í netatrossu sem hann var að draga á Skagafirði. Hann hafði reynt að losa hann sjálfur en hafði við það tapað hakanum sínum þegar hvalurinn sló hann frá sér með sporðinum. Komu þá varðskipsmenn til aðstoðar og náðu að lokum að losa hnúfubakinn. Hér er myndskeið sem sýnir björgunaraðgerðir.

Sprungur í sporði Dyngjujökuls sem ekki sáust í fyrri eftirlitsgögnum TF-SIF

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar lenti í Reykjavík kl. 21:23 eftir átta tíma eftirlitsflug með vísindamenn og fulltrúa almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra yfir Grímsvötn, Bárðarbungu, Dyngjujökul og Öskjuvatn. Gögnum var safnað með ratsjár og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar en nokkuð erfiðar aðstæður voru gagnasöfnunar. Í fluginu sáust m.a. sprungur sem hafa myndast í sporði Dyngjujökuls, norðaustur af Bárðarbungu. 

TF-SIF flaug yfir Bárðarbungu og Dyngjujökul 

Flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í dag yfir Bárðarbungu, Dyngjujökul, Öskju, Kverkfjöll og Herðubreið og aflaði gagna með ratsjár- og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Ágætt skyggni var á svæðinu og sáust engar breytingar á yfirborðinu. Hér eru nokkrar myndir sem voru teknar í fluginu. 

Mælum komið fyrir á hafsbotni umhverfis Reykjanes - Sjófarendur beðnir um að veita staðsetningum athygli

Íslenskar orkurannsóknir / Iceland GeoSurvey hafa nú lokið við að setja niður 24 jarðskjálftamælana á hafsbotninn umhverfis Reykjanes. Jarðskjálftamælunum er ætlað að liggja á hafsbotninum og mæla jarðskjálftabylgjur í um eitt ár. Leitað var eftir samstarfi við útgerðir og skipstjóra við ákvörðunartöku um staðasetningar á mælunum og eru sjófarendur beðnir um að veita staðsetningum þeirra athygli í von um að hægt sé að forða þeim frá því að lenda í veiðafærum skipa.

Radarupplýsingar TF-SIF bornar saman við fyrri gögn

TF-SIF flaug í gær með vísindamenn frá Jarðvísindastofnun, Veðurstofu og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vegna aukinna jarðhræringa við Bárðarbungu. Þegar komið var á sæðið var bjart yfir og enginn gosmökkur sjánlegur

TF-SYN flýgur með vísindamenn til að meta aðstæður - TF-SYN setur upp endurvarpa á Herðubreið

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í loftið klukkan 13:40 með jarðvísindamenn til að skoða aðstæður og kortleggja breytingar með eftirlits- og ratsjárbúnaði flugvélarinnar. Flugvélin flaug yfir svæðið á miðvikudag og verða rannsóknir bornar saman til að meta þróunina.

TF-SYN í þrjú útköll eftir hádegi

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN lenti við Landspítalann í Fossvogi klukkan 16:16 með tvo slasaða einstaklinga sem slösuðust annars vegar á Langjökli og hins vegar á Kjalvegi. Hefur þyrluáhöfnin þá sinnt þremur útköllum frá því um hádegi. 

Flugvélin TF-SIF flutti varahluti í togara

Flugvél Landhelgisgæslunnar fór í dag í eftirlitsflug um Vestur og SV-mið, auk þess sem fluttir voru varahlutir færeyska togarann Naeraberg sem staðsettur er inni í lögsögu Grænlands. Alls sáust 512 skip, innan og utan hafna í eftirlitskerfum flugvélarinnar.

Sóttu slasaðan sjómann í lögsögu Grænlands

Landhelgisgæslunni barst um miðnætti aðstoðarbeiðni frá þýskum togara um að sækja slasaðan skipverja. Tog­ar­inn var þá stadd­ur djúpt úti fyr­ir Vest­fjörðum, um 140 sjómílur norður af Straumnesi, inni í lög­sögu Græn­lands. Vegna fjarlægðar var nauðsynlegt að kalla út bakvakt á þyrlu Landhelgisgæslunnar og fóru TF-LÍF og TF-SYN frá Reykja­vík klukk­an 01:49.

Gögnum safnað við Bárðarbungu og Jökulsá á Fjöllum

TF-SIF lenti í Reykjavík kl. 19:50 eftir sjö klukkustunda eftirlitsflug með vísindamenn frá Veðurstofu og Jarðvísindastofnun vegna jarðhræringa í Bárðarbungu. Flogið var norður fyrir Vatnajökul þar sem Bárðarbunga var mynduð ásamt Jökulsá á Fjöllum. Einnig var flogið yfir svæðið í leit að ferðamönnum sem gætu verið inni á lokunarsvæði.

TF-SIF á leið til Reykjavíkur

SIF4_AS

TF-SIF er nú á leið til Reykjavíkur eftir að hafa kannað aðstæður við Bárðarbungu og safnað efni með hitamyndavél, eftirlits- og ratsjárbúnaði.  Flugvélin fór til eldsneytistöku á Egilsstöðum um kl. 16.45 og var síðan haldið áfram rannsóknum á svæðinu.  Áætlað er að flugvélin lendi í Reykjavík klukkan 19.45.

Vísindamenn fljúga með TF-SIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF fór í loftið um kl. 13:00 með hóp vísindamanna um borð. Markmið flugsins er að safna gögnum með ratsjár- og eftirlitsbúnaði flugvélarinnar og er vonast til að flugið skili niðurstöðum sem hægt verður að nota til að meta aðstæður á svæðinu. Einnig er reiknað með að fljúga um svæðið til að rannsaka hvort ferðamenn séu ennþá innan svæðisins.

Lokun svæðis innan Reykjavíkurhafnar meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir

Meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir, kl. 22:50 til 23:20 nk. laugardag, mun afmarkað svæði innan Reykjavíkurhafnar, umhverfis Faxagarð, verða lokað fyrir allri báta og skipaumferð. Eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslu Íslands verður á svæðinu með hlustvörslu á rás 16 og 12 ásamt bátum frá Landsbjörgu

Síða 1 af 2