Fréttayfirlit: 2014 (Síða 2)
TF-GNA æfði með sjóbjörgunarsveitinni á Patreksfirði
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var í gærkvöldi við æfingar með Verði, björgunarskipi og bátum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Patreksfirði. TF-GNA flaug frá Reykjavík kl. 18:50 og við komuna á Patreksfjörð sigu kafari frá Landhelgisgæslunni og þyrlulæknir um borð í björgunarskipið. Í æfingunni voru framkvæmdar samtals 14 hífingar úr sjó.
Þyrla LHG tók þátt í leit á Reykjanesi
Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl 02:10 í nótt við leit að manni sem saknað var á Reykjanesi. Þar sem hann var með kveikt á farsíma var ákveðið að þyrlan myndi taka með búnað sem miðar út sendingar síma.
Þór við eftirlit innan íslenska hafsvæðisins
Vopnum frá Norðmönnum verður skilað
Talsverð umræða hefur átt sér stað um vopn sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum og ekki hafa verið tekin í gagnið. Eftir viðræður Landhelgisgæslunnar við norska herinn í gær og í dag, liggur nú fyrir ákvörðun um að vopnunum verði skilað.
Týr lagði úr höfn áleiðis í Miðjarðarhaf
Varðskipið Týr lagði úr Reykjavíkurhöfn rétt eftir hádegi í dag áleiðis í Miðjarðarhaf suður af Ítalíu þar sem skipið mun næstu tvo mánuði sinna landamæragæslu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Ráðgert er að varðskipið verði á þeim slóðum út janúar.
Landhelgisgæslan nýtur mest traust
Landhelgisgæslan nýtur mest trausts stofnana á sviði réttarfars og dómsmála kemur fram í nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna. Samtals sögðust 71,4% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Nánari upplýsingar um könnunina má nálgast á heimasíðu MMR http://mmr.is/
Náðu björgunarbát sem skolaði útbyrðis.
Aðfaranótt sl. föstudags gerðist það óhapp að fiskiskip missti út björgunarbát í vonskuveðri um 12 sjómílur norð-austur af Skagatá. Ekki tókst skipverjum að ná björgunarbátnum aftur um borð enda slæmt veður og ekkert skyggni á svæðinu. Samstundis byrjuðu skeytasendingar að berast frá neyðarsendi björgunarbátsins.
TF-SIF flaug með vísindamenn yfir Nornahraun
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í gær í eftirlits- og gæsluflug yfir Nornahraun og hafsvæðið suður af landinu. Takmarkað skyggni var í fluginu og sást lítið í gosið sjálft og Bárðarbungu. Ágætar ratsjármyndir náðust þó í fluginu. Samtals sáust 530 skip og bátar á sjó í eftirlitskerfum flugvélarinnar.
Sjávarfallatöflur fyrir árið 2015 komnar út
Landhelgisgæslan hefur nú gefið út hina árlegu Sjávarfallatöflu og Sjávarfalla almanak fyrir árið 2015. Landhelgisgæslan ber ábyrgð á sjómælingum og sjókortum á Íslandi og sér sjófarendum við strendur Íslands fyrir sjókortum og ýmsum öðrum sjóferðagögnum er stuðla að auknu siglingaöryggi.
Japönsk túnfiskveiðiskip rétt utan við lögsögumörkin
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í dag í eftirlits- og gæsluflug um SV mið, út að Reykjaneshrygg og djúpt austur að miðlínu Íslands og Færeyja. Þaðan var flogið í norðvestur inn á land og yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þaðan var flogið í suður út á sjó aftur og tekin gæsla á grunnslóð vestur fyrir Reykjanesið og heim. Í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar sáust samtals 498 skip og bátar upp í kerfum vélarinnar. Þar af voru 13 japönsk túnfiskveiðiskip
Vegna umræðu um hríðskotabyssur frá Norðmönnum til Íslendinga
Í ljósi umræðu sem skapast hefur um hríðskotabyssur frá Norðmönnum til Íslendinga hefur Landhelgisgæslan ákveðið einhliða, að birta samkomulög og farmbréf sem gerð hafa verið um umræddar gjafir. Þar má sjá magn, verðmat gjafanna og almenna skilmála. Um er að ræða þrjár gjafir.
Þyrla LHG við eftirlit með lögreglunni - rjúpnaveiðimenn hvattir til að skila inn ferðaáætlun
Í tilefni af umfjöllun um vopn frá Noregi
Landhelgisgæslan hefur um langt árabil átt í mjög góðu samstarfi við Norðmenn um ýmis konar mál er varða þjálfun, búnaðarmál og öryggismál almennt og hefur notið dyggrar aðstoðar og rausnarskapar af þeirra hálfu. Meðal annars er í gildi tvíhliða samstarfssamningur milli Íslands og Noregs frá árinu 2007 um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Þá er Landhelgisgæslan tengiliður við erlendar stofnanir á þessum vettvangi.
Sprengjusérfræðingar LHG eyddu tundurdufli sem kom upp með veiðarfærum
Landhelgisgæslunni barst nýverið tilkynning um torkennilegan hlut sem kom upp með veiðarfærum um borð í Jón á Hofi sem var á veiðum í Jökuldýpi vestur af landinu.Upplýsingunum var komið til vakthafandi sprengjusérfræðings sem hafði sambandi við skipstjóra og var staðfest að um breskt tundurdufl með 225 kg sprengjuhleðslu var að ræða.
TF-GNA orðin appelsínugul
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti í Reykjavík í gærkvöldi eftir langa fjarveru en þyrlan var staðsett í Noregi þar sem hún fór m.a. í umfangsmikla skoðun og var síðan málið í nýjum lit þyrlna Landhelgisgæslunnar. Eru nú tvær þyrlur sem bera þann lit, TF-GNA og TF-SYN.
Töldu kínverskt ljósker vera neyðarblys
Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um neyðarblys á svæðinu. Björgunareiningar voru síðan afturkallaðar þegar í ljós kom að um var að ræða kínverskt ljósker.