Fréttayfirlit: 2015 (Síða 2)
Aðgerðabáturinn Óðinn kemur rafmagnslausum bát til bjargar
Aðgerðabátur Landhelgisgæslunnar, Óðinn fór í sitt fyrsta björgunarútkall í dag er hann dró bátinn Konna Konn að landi sem varð rafmagnslaus við Kerlingarskersbaujuna við Suðurnes á Seltjarnarnesi.
Fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni
Síðustu daga hafa fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja heimsótt Landhelgisgæsluna í tengslum við ráðstefnuna Arctic Circle sem haldin var í Hörpu síðastliðna helgi og varðar norðurslóðamál.
Frakklandsforseti um borð í TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar
Francois Hollande forseti Frakklands flaug í dag ásamt fylgdarliði með TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Með í för voru herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, frú Dorrit Moussaieff forsetafrú og fylgdarlið.
Þrír hásetar á varðskipinu Þór ljúka bátastjórnunarnámskeiði
Nú á dögunum luku þrír ungir og vaskir hásetar á varðskipinu Þór bóklegu og verklegu námskeiði til að stjórna Norsafe bátum varðskipsins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir flóðasvæðið við Skaftá
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug í morgun að flóðasvæðinu við Skaftá. Með í fluginu voru vísindamenn sem og fulltrúar Almannavarna og lögreglu.
Bátur strandar suðvestur af Stykkishólmi
Íslenskir viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni Arctic Response
Nýlokið er æfingunni Arctic Response sem fram fór á vestur- og austurströnd Grænlands og á Íslandi. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa og þjálfa viðbragðslið Dana til að takast á við verkefni á Grænlandi. Landhelgisgæslan og fleiri íslenskir viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni.
Takk fyrir daginn!
Það var mikið fjör í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag er hátt á þriðja þúsund manns lagði leið sína á opið hús Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug til Vestmannaeyja en ófært var fyrir sjúkraflugvél
Landhelgisgæslan býður landsmönnum í heimsókn
býður Landhelgisgæslan landsmönnum til opins húss í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík á Reykjavíkurflugvelli.
Mikill viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna elds um borð í togara
Rétt fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning frá togaranum Sóleyju Sigurjóns um að mikill reykur og hiti væri í vélarrými togarans og hugsanlegur eldur. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leka í skipi
Landhelgisgæslan fylgist með skipaumferð umhverfis Ísland
Skip Greenpeace samtakanna, Arctic Sunrise, liggur nú við akkerisfestar undan Arnarstapa á Snæfellsnesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór hefur verið í sambandi við skipið vegna komu þess inn í íslenska landhelgi.
Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Landhelgisgæsluna
Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert O. Work sem staddur er hér á landi, kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.