Fréttayfirlit: júlí 2016 (Síða 2)

Aftur berst neyðarkall gegnum gervihnött, þyrla Landhelgisgæslunnar kemur ferðamanni til aðstoðar.

Í dag, sunnudag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar aftur neyðarkall í gegnum gervihnött og kom þyrla Landhelgisgæslunnar ferðamanni á göngu til aðstoðar í framhaldinu.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar finnur hrakinn ferðamann eftir að neyðarkall barst gegnum gervihnött.

Áhöfnin á TF-SYN, þyrlu Landhelgisgæslunnar fann ferðamann, kaldan og hrakinn eftir að neyðarkall barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í gegnum gervihnött.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna vinnuslyss

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 11.52 beiðni um aðstoð þyrlu vegna vinnuslyss um borð í skipi við höfnina á Skagaströnd.

Þór æfir með danska varðskipinu TRITON

Varðskipið Þór og danska varðskipið TRITON héldu sameiginlega æfingu í vikunni þar sem æfð voru viðbrögð við eldi um borð og meðferð slasaðra vegna þess. Landhelgisgæslan æfir mjög oft með dönsku varðskipunum og er þetta góða samstarf afar mikilvægt.

Þyrlan TF-GNÁ sækir slasaðan ferðamann

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir hálfellefu í morgun neyðarbeiðni frá ferðamönnum sem voru á ferð austan við Torfajökul en einn ferðamannanna hafði fótbrotnað. Mikið annríki hefur verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar að undanförnu.

Þyrlan TF-LÍF sækir slasaða göngukonu eftir að neyðarboð barst gegnum rás 16

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 20:12 neyðarkall í gegnum rás 16 vegna göngukonu sem hafði dottið í Bolungarvík á Ströndum en konan var þar með gönguhóp. 

Þyrlan TF-LÍF sækir konu sem féll við Reynisfjall, Víkurmegin

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt upp úr hálfeitt í dag beiðni um þyrlu vegna konu sem hafði fallið við Reynisfjall, Víkurmegin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var þá að koma inn til lendingar úr æfingarflugi og fór í loftið aftur nokkrum mínútum síðar og hélt áleiðis að Vík í Mýrdal.

Landhelgisgæslan 90 ára í dag

Landhelgisgæsla Íslands er 90 ára í dag, 1. júlí 2016 en stofndagur Landhelgisgæslunnar er 1. júlí 1926.

Áhöfnin á TF-GNÁ kemur endurvarpa á Straumnesfjalli í gang

Áhöfnin á TF-GNÁ, þyrlu Landhelgisgæslunnar fór í gær í verkefni á Straumnesfjalli norðan við Aðalvík. Slokknað hafði á endurvarpa sjálfvirka auðkenniskerfisins (AIS) sem er staðsettur á fjallinu en hann er mjög mikilvægur fyrir öryggi sjófarenda á svæðinu.

Síða 2 af 2