Fréttayfirlit: 2016 (Síða 2)
Nemendur Eskifjarðarskóla heimsækja varðskipið Þór

Fyrir skemmstu var varðskipið Þór statt á Eskifirði og notaði áhöfnin tækifærið og bauð nemendum og kennurum frá Eskifjarðarskóla í heimsókn um borð.
TF-LIF í sjúkraflug að Vík í Mýrdal

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um áttaleytið í kvöld beiðni um þyrlu vegna erlendrar konu sem slasast hafði í bílveltu rétt austan við Vík í Mýrdal.
Annríki hjá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar í gær

Annríki var hjá þyrluáhöfninni á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær en þrjú útköll bárust. Um var að ræða leit vegna neyðarblyss, flutning á sjúkling frá Ólafsvík og leit að manni sem farið hafði inn að Hlíðarfjalli.
Tilkynnt um mögulegt neyðarblys norður af Rifi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hálfníu í morgun tilkynning frá bæði Rifi og Hellissandi þess efnis að mögulega hefði sést neyðarblys á lofti norður af Rifi.
Leitað að rjúpnaskyttu fyrir austan

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gærkvöld beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna leitar að rjúpnaskyttu fyrir austan. Leitaði þyrlan fram yfir miðnætti en vegna veðurs þurfti að bíða átekta með frekari leit og er þyrlan nú í viðbragðsstöðu á Egilsstöðum.
Athygli vakin á hárri sjávarstöðu næstu daga

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á hárri sjávarstöðu næstu daga en stórstreymt er um miðja vikuna samfara fremur lágum loftþrýstingi og vindáhlaðanda.
Magnaðar myndir frá þyrluæfingu dagsins
Áhöfnin á TF-LIF æfði í dag við Stóru-Sandvík og þar náðust ótrúlegar myndir er sigmaður í áhöfn hvarf í öldurótinu. Æfingar eru einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi þyrlusveitarinnar og svona aðstæður eru sönnun þess.
Áhugaverður fyrirlestur um störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi
Marvin Ingólfsson stýrimaður og sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni hélt áhugaverðan fyrirlestur nú í vikunni sem fjallaði um störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi við eftirlit og björgun flóttamanna.
Bíldudalsskóli heimsækir varðskipið Tý

Varðskipið Týr hefur að undanförnu verið í löggæslu- og eftirlitsferð um miðin og kom meðal annars við í Bíldudalshöfn fyrir skemmstu þar sem áhöfnin bauð öllum nemendum Bíldudalsskóla í heimsókn.
TF-SYN leitar að manni í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú fyrir stuttu beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna manns sem kominn er í sjálfheldu á Gunnólfsvíkurfjalli og kemst ekki leiðar sinnar.
Varðskipið Týr aðstoðar við fjarskipti vegna leitar að rjúpnaskyttum

Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði í nótt að tveim rjúpnaskyttum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar, skyggni slæmt og fjarskipti erfið og því hefur varðskipinu Tý verið beint á svæðið til að aðstoða við fjarskipti.
Fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar hljóta fullgild köfunarréttindi
Fjórir starfsmenn Landhelgisgæslunnar hlutu í gær fullgild köfunarréttindi er þeir luku köfunarnámskeiði með glæsibrag sem haldið var sameiginlega af Landhelgisgæslunni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra.
Mikill viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna togara sem datt út úr ferilvöktun

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni fyrr í morgun er togari datt út úr ferilvöktun djúpt norður af landinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og varðskipið Týr, nærstödd skip og bátar og björgunarbátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Talsverður viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni er boð bárust frá neyðarsendi

Talsverður viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni í dag er boð bárust frá neyðarsendi inni á hálendi Íslands. Um var að ræða hóp ferðamanna sem villst hafði af leið og lent í ógöngum.
Varðskip og þyrla í stórtækum flutningum á Straumnesfjall
Varðskipið Týr og þyrlan TF-LIF önnuðust flutning á nýju húsi og öðrum búnaði upp á Straumnesfjall vegna nýs AIS móttakara á fjallinu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar heldur aftur af stað til leitar

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú aftur haldin af stað til leitar eftir að neyðarboð barst frá neyðarsendi franskrar skútu um fimmleytið í morgun.