Fréttayfirlit: júní 2018

Veikur skipverji sóttur á haf út

IEEZ

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk beiðni um aðstoð á tíunda tímanum í gær frá kanadískri skútu sem stödd var 155 sjómílur suðaustur af Höfn í Hornafirði en þar um borð var maður sem þurfti að komast undir læknishendur. Björgunarskipið Ingibjörg, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hélt á ellefta tímanum í morgun til móts við skútuna og mun flytja manninn til Hafnar í Hornafirði. 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar haft í nógu að snúast

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tvívegis neyðarkall með stuttu millibili vegna elds um borð í strandveiðibátum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í báðum tilfellum en ekki reyndist hætta á ferðum.

Vel heppnaður flugdagur á Akureyri

Img_7266

Áhorfendur á hinum árlega flugdegi á Akureyrarflugvelli urðu vitni að glæsilegu lágflugi P8 Poseidon flugvélar bandaríska sjóhersins á laugardag. 

Áfram fylgst með vinnu Seabed Worker

Thorogseabet3-

Varðskipið Þór og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa undanfarna daga fylgst með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker sem kom inn í efnahagslögsöguna á föstudag. Umhverfisstofnun veitti Advanced Marine Services tveggja vikna viðbótarfrest í gær til áframhaldandi framkvæmda.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar í þrjú útköll um helgina

TF-SYN og TF-GNÁ, þyrlur Landhelgisgæslunnar, sinntu þremur útköllum um helgina.

Landhelgisgæslan fylgist með framkvæmdum á skipsflaki SS Minden

Thorogseabet3-

Varðskipið Þór og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fylgdust í gær með vinnu rannsóknarskipsins Seabed Worker sem kom inn í efnahagslögsöguna í gærmorgun. Skipið mun næstu daga leita að verðmætum í flaki þýska skipsins SS Minden sem sökk 24. september 1939 um 120 sjómílur suðaustur af Kötlutanga.

Varðskipið Þór komið með Akurey til Reykjavíkur

Img_2422

Varðskipið Þór er nú komið til Reykjavíkur með ísfisktogarann Akurey AK-10 sem varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum í gærmorgun. Siglingin til Reykjavíkur heppnaðist vel og tók tæpan sólarhring.

Varðskipið Þór með Akurey í togi á leið til Reykjavíkur

Img_0135

Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK 10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana. Vel gekk að koma taug á milli skipanna en gert er ráð fyrir að Þór verði kominn með Akurey til Reykjavíkur um hádegisbil á morgun.

Sigurður Steinar sæmdur fálkaorðunni

1053914

Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra, var í gær sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa.

Forseti Íslands ferðast með varðskipi til Hrafnseyrar

Img_0606

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, steig á skipsfjöl á varðskipinu Þór síðdegis ásamt fylgdarliði. Forseti heimsækir Hrafnseyri við Arnarfjörð í fyrsta sinn síðan ​hann tók við embætti en áætlað er að Þór verði kominn vestur í fyrramálið.

Hafís um 3 sjómílur frá Horni

Screen-shot-2018-06-11-at-20.06.21
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór í ískönnunareftirlit í dag. Flugið leiddi það í ljós að næst landi var hafísinn um þrjár sjómílur norðaustur af Horni en töluvert íshrafl er út frá meginísröndinni. 


Sigmenn Landhelgisgæslunnar héldu vel heppnaða ráðstefnu

Ljosmynd-4

Sigmenn Landhelgisgæslunnar höfðu veg og vanda af skipulagningu ráðstefnu EURORSA, Evrópusamtaka sig- og björgunarmanna, sem fram fór í Reykjavík nú um helgina. Æfing í ytri höfn Reykjavíkur var lokahnykkurinn á vel heppnaðri helgi.

Þyrlurnar sinntu tveimur útköllum í gær

Ljosmynd-3
Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNA og TF-SYN, sinntu tveimur útköllum síðdegis í gær. Annars vegar var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna drengs sem slasast hafði á Hellissandi og hins vegar var þyrlan kölluð út vegna sjómanns sem hafði orðið fyrir slysi suður af Hornafirði.

Áhöfnin á Baldri aðstoðar vélarvana skemmtibát á Breiðafirði

Vélarvana skemmtibátur sem staddur var á Breiðafirði óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar laust eftir klukkan níu í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði sjómælingabátinn Baldur út en hann var staddur við Brjánslæk. Baldur dró bátinn til Brjánslækjar og var kominn þangað aftur með skemmtibátinn tæpri klukkustund eftir að útkallið barst.

TF-SIF fór í ískönnunarleiðangur

Screen-shot-2018-06-08-at-16.17.26


TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hélt í ískönnunarleiðangur ásamt sérfræðingum frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni í morgun. Þar kom í ljós að meginbrún hafíssins liggur nú um 23 sjómílur frá Kögri en ísdreifar sáust 2,5 sjómílur frá Horni. 

Hafísinn virðist vera 7 sjómílur frá Horni

Hafis_20180607_0814
Ný gervitunglamynd sýnir að hafísinn sem verið hefur við landið virðist vera um 7 sjómílur frá Horni. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fer í ískönnunarleiðangur á morgun þar sem lega íssins verður skoðuð nánar. Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu íssins á þessum slóðum.
Síða 1 af 2