Fréttayfirlit: 2018 (Síða 2)

Týr kominn, Þór farinn

Thor-fra-Ty

Varðskipið Týr kom heim úr þriggja vikna úthaldi í gærmorgun. Á sama tíma lagði stóri bróðir úr höfn í Reykjavík og verður næstu vikur við landhelgisgæslu við Íslandsstrendur.

Landhelgisgæslan veitir Færeyingum ráð í sjókortagerð

Torshavn

Á dögunum barst Landhelgisgæslunni fyrirspurn frá Færeyjum þar sem óskað var eftir upplýsingum hvernig stofnunin skipuleggur og stendur að sjómælingum og sjókortagerð. Árni Þór Vésteinsson, deildarstjóri og sérfræðingur í sjókortagerð, átti fund með fulltrúum færeyskra yfirvalda.

Fjarskipti frá Noregi og Englandi

Image004_1542749269679

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur. 

Köfunarnámskeið við Skarfabakka

IMG_7275

Landhelgisgæslan, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóri standa um þessar mundir fyrir átta vikna köfunarnámskeiði. Ásgeir Guðjónsson, kafari hjá Landhelgisgæslunni, segir mikilvægt að nemendur séu lausnamiðaðir og hafi góða sjálfstrú. Ekki gangi að kafarar séu haldnir innilokunarkennd eða séu myrkfælnir. 11 eru á námskeiðinu að þessu sinni.

Landhelgisgæslan og Landmælingar efna til samstarfs

IMG_7267_1542206212099

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Eydís Líndal Finnbogadóttir, settur forstjóri Landmælinga Íslands, skrifuðu í dag undir samstarfssamning sem felur í sér samstarf stofnananna um aukið aðgengi almennings að rafrænum kortaupplýsingum og endurbættum kortagögnum af strandlínu landsins.

Neðansjávarfar prófað í varðskipinu Þór

IMG_1533

Prófanir á nýjasta neðansjávarfari Teledyne Gavia ehf. fóru fram í varðskipinu Þór á dögunum. Farið nefnist SeaRaptor en það getur náð 6000 metra dýpi og hefur fjölda mælitækja sem nýtast við athugun sjávarbotnsins. 

Landhelgisgæslan leitar að starfsmanni

Capture2
Landhelgisgæslan óskar eftir að ráða sérfræðing á rekstarsvið. Viðkomandi þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni.

Skrifað undir samning vegna kaupa á nýjum léttbáti

IMG_5775

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Björn Jónsson, framkvæmdastjóri bátasmiðjunnar Rafnar, skrifuðu á dögunum undir samning um kaup á nýjum léttbáti fyrir varðskipið Tý. Léttbáturinn verður afhentur Landhelgisgæslunni í lok mánaðarins. 

15 bjargað um borð í TF-GNA við erfiðar aðstæður

IMG_2452

15 var bjargað um borð í TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, við erfiðar aðstæður þegar flutningaskipið Nordvik strandaði við hafnargarðinn í Helguvík í nótt. Á meðan björgunaraðgerðum stóð lamdist skipið við stórgrýttan hafnargarðinn. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út auk varðskipsins Týs.

TF-SIF hefur fundið rúmlega 900 flóttamenn á Miðjarðarhafi í október

EON-20181007-130221-0000-029

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, flaug í byrjun mánaðar til Malaga á Spáni til að sinna landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamæra og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex. Það má með sanni segja að áhöfn vélarinnar hafi haft í nógu að snúast en það sem af er mánuði hefur vélin fundið rúmlega 900 flóttamenn í eftirlitsflugum sínum um Miðjarðarhaf. 

TF-LIF kölluð út vegna vélarvana báts

20181025_125811

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Hannes Hafstein, frá Sandgerði, og björgunarsveitir á vegum Landsbjargar voru kallaðar út í gær eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá Valþóri GK-123 sem varð vélarvana norður af Garðskagavita.  Valþór var dreginn til hafnar.

Sjávarfallatöflur og sjávarfallaalmanak 2019 komin út

Sjavarfallatoflur-og-sjavarfallaalmanak-2019

Sjávarfallatöflur fyrir árið 2019 eru komnar út. Sjávarfallaalmanak fyrir árið 2019 er sömuleiðis komið út. Sjávarfallatöfulurnar hafa að geyma sjávarfallaspá fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Siglufjörð, Djúpavog og Þorlákshöfn.

Vel heppnuð ráðstefna

Ráðstefna Hringborðs Norðurslóða eða Arctic Circle Assembly var haldin um liðna helgi. Samtök strandgæslustofnana norðurslóðaríkjanna voru með sýningu á ráðstefnunni, þar sem sýnt var í máli og myndum hvernig norðurslóðaríkin átta vinna saman að því að stuðla að auknu öryggi þeirra sem fara um höf norðurslóða.

Slasaður skipverji sóttur með þyrlu

Hurdopnud-sigmadurfernidur_Moment

Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð frá skipstjóra flutningaskips sem statt var 60 sjómílur suðaustur af Vestmannaeyjum vegna slasaðs skipverja um borð. Eftir samráð við þyrlulækni og flugstjóra var ákveðið að skipið kæmi nær landi og í birtingu yrði maðurinn sóttur með þyrlu. Hinn slasaði var fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Íslendingar og Danir héldu sameiginlega leitar- og björgunaræfingu á Faxaflóa

Samhliða æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, ákvað Landhelgisgæslan og danski heraflinn að efna til sameiginlegrar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Áhöfnin á TF-LIF tók þátt í aðgerðum á hafi fyrir hönd Landhelgisgæslunnar en Hvítabjörninn, varðskip Dana, og eftirlitsflugvél danska flughersins tóku sömuleiðis þátt í æfingunni

Minningarathöfn um borð í varðskipinu Þór.

IMG_3356

Í morgun var haldin minningarathöfn um borð í varðskipinu Þór í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því að þáttaskil urðu í orrustunni um Atlantshaf og herir bandamanna náðu undirtökum. Þátttakendur í athöfninni voru Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og James G. Foggo, aðmíráll og aðalstjórnandi Trident Juncture en þeir vörpuðu blómsveig í hafið til minningar um atburðinn.

Síða 2 af 7