Fréttayfirlit: 2018 (Síða 3)

Heimsókn frá írsku strandgæslunni

IMG_3248

Nítján meðlimir Mulroy sveitar írsku strandgæslunnar heimsóttu Landhelgisgæsluna á laugardag. Hópurinn kynnti sér starfsemi Gæslunnar auk þess sem farið var í siglingu á Baldri, Óðni og Ásgrími S. Björnssyni, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Haldin var sérstök æfing vegna þessa þar sem björgun úr skipi var æfð með TF-GNA í hressilegu haustveðri.

Mikill viðbúnaður vegna elds um borð í togskipi

IMG_9651-2-

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá togskipinu Frosta ÞH229 klukkan 15:18 um að eldur væri laus í vélarrúmi skipsins. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kölluðu þá þegar út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar sem og varðskipið Tý, sem var statt í Ísafjarðardjúpi. Einn skipverji var fluttur frá borði vegna gruns um reykeitrun. Varðskipið Týr dregur Frosta til Hafnarfjarðar.

Lendingar æfðar á Vædderen

20180921_144003

Á dögunum æfði áhöfnin á TF-SYN lendingar á þyrlupalli með danska varðskipinu Vædderen á norðanverðum Faxaflóa. Æfingin gekk vonum framar og alls voru æfðar átta lendingar við góð skilyrði.

Borgarísinn hefur brotnað og getur reynst hættulegur

20180926_085628

Borgarísjakinn við Hrólfssker í mynni Eyjafjarðar hefur molnað í að minnsta kosti sex hluta og er ekki lengur landfastur. Ísinn getur því reynst hættulegur skipum og bátum á svæðinu. 

Laus störf

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingum til að slást í samhent teymi Gæslunnar.

Landhelgisgæslan varar við borgarísjaka

20180926_090041

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu í morgun um að nokkuð stór og mikill borgarísjaki væri við mynni Eyjafjarðar. Landhelgisgæslan telur ástæðu til að vara sjófarendur við ísjakanum enda getur hann reynst varasamur, sérstaklega í myrkri.

Útskrifaðist með meistarapróf í herfræðum

Img_3957

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, útskrifaðist á dögunum með meistarapróf í herfræðum (e. Master in Military Studies) frá Forsvarsakademiet, skóla danska heraflans. Snorre er fyrstur starfsmanna Landhelgisgæslunnar sem útskrifast með meistaragráðu frá skólanum.

Tvö þyrluútköll í dag

Elvar-steinn-thorvaldsson-tf-gna

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur það sem af er degi farið í tvö útköll. Á öðrum tímanum í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá neyðarsendi innst í botni Leirufjarðar. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út og kom göngumanni til aðstoðar um klukkustund síðar. Þá var TF-SYN kölluð út vegna banaslyss í hlíðum Kirkjufells.

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin á Íslandi

_ib_8262

Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Um er að ræða alþjóðlega NATO-æfingu sem Landhelgisgæslan stýrir og fer hún fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og hafnarsvæðum í Helguvík, Höfnum, Garði og í Hafnarfirði.

Skipt um öldudufl við Surtsey

Img_1341

Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur haft í nógu að snúast eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Á dögunum var farið á léttbáti til að skipta um öldudufl við Surtsey. Áhafnir varðskipanna eru einnig ákaflega vel þjálfaðar til að bregðast við óvæntum aðstæðum. Í vikunni fór fram æfing í reykköfun þar sem æfð var björgun á manni sem sat fastur undir fargi.

Tvö þyrluútköll í dag

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA, sinntu tveimur útköllum í dag. TF-LIF flutti konu á Norðvesturlandi á sjúkrahús í Reykjavík vegna bráðra veikinda og TF-GNA sótti slasaðan skipverja.

Viðhald á Straumnesfjalli

20180825_113219

Á dögunum vann áhöfn varðskipsins Týs ásamt áhöfninni á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, við viðhald ásendi sem nemur sjálfvirkar staðsetningarupplýsingar á Straumnesfjalli.
Verkefnið var unnið í samvinnu við starfsmenn Neyðarlínunnar.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju

20170410_fotogiovannicolla_gcp_2570

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu um 140 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem. 

Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 6. til 12. september.

Óðinn sendur til að aðstoða bát í vanda

Áhöfn varðbátsins Óðins var kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem varð olíulaus úti fyrir Akranesi. Óðinn lagði af stað með olíu til bátsins frá Reykjavík skömmu síðar. Þegar bátsverjar á Óðni voru komnir á staðinn kom í ljós að stýrisbúnaður bátsins væri laskaður. Áhafnir Óðins og björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ásgríms S. Björnssonar, fylgdu bátnum til hafnar á Akranesi 

TF-LIF sótti veikan farþega

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær beiðni um að koma þyrfti veikum farþega skemmtiferðaskips undir læknishendur á Íslandi. Skipið var þá satt um 500 sjómílur suðvestur af Reykjanesi og var skipstjóri þess beðinn um að halda í átt að Íslandi þar sem skipið væri statt utan drægi þyrlna Landhelgisgæslunnar. Er þyrlan kom að skipinu var það statt um 150 sjómílur suðvestur af Íslandi.

Drengir léku sér með virka sprengjukúlu

Img_0050

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út í vikunni að beiðni Lögreglunnar á Austurlandi eftir að fjórir drengir á aldrinum 11-12 ára fundu virka sprengjukúlu. Drengirnir brugðust rétt við þegar þeir gerðu foreldrum sínum viðvart en þeir höfðu nokkru áður leikið sér með sprengjukúluna og kastað henni á milli sín. Mikil mildi þykir að hún hafi ekki sprungið í höndum drengjanna. Sprengjukúlan var gerð óvirk og henni eytt.

Síða 3 af 7