Fréttayfirlit: janúar 2019 (Síða 2)

Loftför Landhelgisgæslunnar í 278 útköll árið 2018

TF LÍf í Grænlandi

Alls sinntu loftför Landhelgisgæslunnar 278 útköllum árið 2018 og hafa þau aldrei verið fleiri. Það er um 8% aukning frá árinu 2017 en þá fóru þyrlur og flugvél stofnunarinnar í 257 útköll. Strax í nóvember hafði met fyrra árs fallið en á síðasta ári voru 180 sjúkir eða slasaðir fluttir með loftförunum. Helmingur þeirra voru erlendir ríkisborgarar.

Georg Lárusson sæmdur riddarakrossi

Georg_1517939474488

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag Georg Kristinn Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Georg var einn fjórtán Íslendinga sem var þess heiðurs aðnjótandi að veita viðurkenningunni viðtöku en riddarakrossinn hlaut hann fyrir störf í opinbera þágu. Landhelgisgæslan óskar öllum orðuhöfum hjartanlega til hamingju.

Síða 2 af 2