Fréttayfirlit: apríl 2020 (Síða 2)

Ganga, hjóla og hlaupa hringinn í Skógarhlíð

20200413_112955

Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra safna nú áheitum með því að ganga, hlaupa og hjóla hringinn í kringum landið á starfstöðvum sínum í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta gera varðstjórarnir með skrifstofugöngubrettum og útihlaupum. 

Fallbyssuæfing á varðskipinu Þór

Fallbyssuaefing

Áhöfnin á varðskipinu Þór dustaði rykið af fallbyssu skipsins á dögunum. Tilgangurinn var ekki sá að aðvara landhelgisbrjóta í lögsögunni heldur til að viðhalda kunnáttu áhafnarinnar. Fallbyssuæfing var því haldin á dögunum þegar varðskipið var statt um 10 sjómílur norðvestur af Straumnesi. 

Áhöfnin á Þór í sínu fínasta pússi á páskadag og fann útilegukindur

93156604_248063549680775_3004064615479902208_n

Áhöfnin á varðskipinu Þór klæddi sig í sitt fínasta púss í tilefni dagsins og Bergvin Gíslason, bryti, framreiddi glæsilega páskamáltíð fyrir áhöfnina. Varðskipið er nú statt á Siglufirði en áhöfnin á Þór sinnir nú eftirliti á hafinu.

Slasaður sjómaður sóttur og leitað við Álftanes

TF-EIR2

TF-EIR, TF-GRO, séraðgerðasveit á varðbátnum Óðni og eftirlitsflugvélin TF-SIF hafa sinnt útköllum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann sem staddur var á togara skammt suður af Krísuvíkurbjargi. Þá hafa tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar, séraðgerðasveit á varðbátnum Óðni og áhöfnin á TF-SIF leitað að ungri konu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun. 

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitaði tveggja fjórhjólamanna í nótt

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-14-

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitaði tveggja fjórhjólamanna við Drangjökul eftir miðnætti í nótt. Eftir tæplega klukkustundar leit var upplýst að mennirnir væru fundnir og hélt þyrla Landhelgisgæslunnar þá aftur til Reykjavíkur.

TF-SIF flaug með öndunarvél á Ísafjörð

20200407_143450846_iOS

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, flaug með öndunarvél til Ísafjarðar í hádeginu í dag.

LED-ljós um borð í skipum og bátum

Thor

Á dögunum gaf Samgöngustofa út dreifibréf þar sem fjallað er um hvaða hættur geta stafað af LED-ljósum og búnaði þeirra um borð í skipum og bátum.

Páskaegg flutt með sprengjubíl og í lögreglufylgd

20200401_090821

Mannauðssvið og séraðgerðarsveit Landhelgisgæslunnar tóku höndum saman og útdeildu páskaeggjum á frumlegan máta. Páskaeggin voru meðal annars afhent í gegnum glugga, stillt upp undir ströngu sóttvarnareftirliti á flugvelli og flutt með öruggum sprengjubíl um borð í varðskipið Tý í Helguvík.

TF-GRO flýgur með bakvarðasveit og sækir sýni

_S4I0780-3

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug á þriðja tímanum með tíu úr bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins til Ísafjarðar. Þyrlan flutti jafnframt veirupinna og grímur auk þess sem áhöfnin sótti möguleg COVID-19 sýni sem fara í greiningu í Reykjavík. 

Varðskipið Týr komið til Reykjavíkur eftir eitt lengsta úthald hér við land hin síðari ár

Ahofnin-a-Ty_1586173174126

Varðskipið Týr lagðist að bryggju í Reykjavík klukkan 10 í morgun eftir eina lengstu ferð varðskips hér við land hin síðari ár. Þegar skipið hélt til eftirlits í byrjun mars var gert ráð fyrir því að skipið yrði á Íslandsmiðum í þrjár vikur, venju samkvæmt, en vegna aukinna varúðarráðstafana var ákveðið að lengja ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar.

Landhelgisgæslan sækir hylki til Noregs

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, lenti laust fyrir klukkan fjögur á Gardermoen flugvelli í Osló og sótti tvö hylki sem eru mikilvæg við sjúkraflutninga COVID-19 smitaða. Annað hylkið fer á Landspítalann og hitt á sjúkrahúsið á Akureyri.

Mikið leitað til stjórnstöðvar vegna veikinda á sjó

20200402_150539335_iOS

Álag á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur aukist síðustu daga og fjölmargar tilkynningar borist um veikindi sjófarenda.

Varað við hafís undan Vestfjörðum

20200331_162715

Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum. Við eftirlit varðskipsins Þórs kom áhöfnin auga á hafísinn sem var rétt utan við Halann. Ísbrúnin lá í norðaustur og klukkan 16 í gær var ísinn næst landi um 43 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Síða 2 af 2