Fréttayfirlit: apríl 2020 (Síða 2)
Ganga, hjóla og hlaupa hringinn í Skógarhlíð
Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra safna nú áheitum með því að ganga, hlaupa og hjóla hringinn í kringum landið á starfstöðvum sínum í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta gera varðstjórarnir með skrifstofugöngubrettum og útihlaupum.
Fallbyssuæfing á varðskipinu Þór
Áhöfnin á varðskipinu Þór dustaði rykið af fallbyssu skipsins á dögunum. Tilgangurinn var ekki sá að aðvara landhelgisbrjóta í lögsögunni heldur til að viðhalda kunnáttu áhafnarinnar. Fallbyssuæfing var því haldin á dögunum þegar varðskipið var statt um 10 sjómílur norðvestur af Straumnesi.
Áhöfnin á Þór í sínu fínasta pússi á páskadag og fann útilegukindur
Áhöfnin á varðskipinu Þór klæddi sig í sitt fínasta púss í tilefni dagsins og Bergvin Gíslason, bryti, framreiddi glæsilega páskamáltíð fyrir áhöfnina. Varðskipið er nú statt á Siglufirði en áhöfnin á Þór sinnir nú eftirliti á hafinu.
Slasaður sjómaður sóttur og leitað við Álftanes
TF-EIR, TF-GRO, séraðgerðasveit á varðbátnum Óðni og eftirlitsflugvélin TF-SIF hafa sinnt útköllum í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann sem staddur var á togara skammt suður af Krísuvíkurbjargi. Þá hafa tvær af þyrlum Landhelgisgæslunnar, séraðgerðasveit á varðbátnum Óðni og áhöfnin á TF-SIF leitað að ungri konu sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun.
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitaði tveggja fjórhjólamanna í nótt
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar leitaði tveggja fjórhjólamanna við Drangjökul eftir miðnætti í nótt. Eftir tæplega klukkustundar leit var upplýst að mennirnir væru fundnir og hélt þyrla Landhelgisgæslunnar þá aftur til Reykjavíkur.
TF-SIF flaug með öndunarvél á Ísafjörð
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, flaug með öndunarvél til Ísafjarðar í hádeginu í dag.
LED-ljós um borð í skipum og bátum
Á dögunum gaf Samgöngustofa út dreifibréf þar sem fjallað er um hvaða hættur geta stafað af LED-ljósum og búnaði þeirra um borð í skipum og bátum.
Páskaegg flutt með sprengjubíl og í lögreglufylgd
Mannauðssvið og séraðgerðarsveit Landhelgisgæslunnar tóku höndum saman og útdeildu páskaeggjum á frumlegan máta. Páskaeggin voru meðal annars afhent í gegnum glugga, stillt upp undir ströngu sóttvarnareftirliti á flugvelli og flutt með öruggum sprengjubíl um borð í varðskipið Tý í Helguvík.
TF-GRO flýgur með bakvarðasveit og sækir sýni
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug á þriðja tímanum með tíu úr bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins til Ísafjarðar. Þyrlan flutti jafnframt veirupinna og grímur auk þess sem áhöfnin sótti möguleg COVID-19 sýni sem fara í greiningu í Reykjavík.
Varðskipið Týr komið til Reykjavíkur eftir eitt lengsta úthald hér við land hin síðari ár
Varðskipið Týr lagðist að bryggju í Reykjavík klukkan 10 í morgun eftir eina lengstu ferð varðskips hér við land hin síðari ár. Þegar skipið hélt til eftirlits í byrjun mars var gert ráð fyrir því að skipið yrði á Íslandsmiðum í þrjár vikur, venju samkvæmt, en vegna aukinna varúðarráðstafana var ákveðið að lengja ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar.
Landhelgisgæslan sækir hylki til Noregs
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, lenti laust fyrir klukkan fjögur á Gardermoen flugvelli í Osló og sótti tvö hylki sem eru mikilvæg við sjúkraflutninga COVID-19 smitaða. Annað hylkið fer á Landspítalann og hitt á sjúkrahúsið á Akureyri.
Mikið leitað til stjórnstöðvar vegna veikinda á sjó
Álag á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur aukist síðustu daga og fjölmargar tilkynningar borist um veikindi sjófarenda.
Varað við hafís undan Vestfjörðum
Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum. Við eftirlit varðskipsins Þórs kom áhöfnin auga á hafísinn sem var rétt utan við Halann. Ísbrúnin lá í norðaustur og klukkan 16 í gær var ísinn næst landi um 43 sjómílur norðvestur af Straumnesi.
- Fyrri síða
- Næsta síða