Fréttayfirlit: 2021 (Síða 2)
10 ár frá komu Þórs til landsins

Í dag eru tíu ár frá komu varðskipsins Þórs til landsins. Skipið hafði fyrst viðkomu í Vestmannaeyjum þann 26. október árið 2011 að viðstöddu fjölmenni. Það þótti vel við hæfi þar sem fyrsta varðskipið Þór, sem upphaflega var keypt til björgunarstarfa við Vestmannaeyjar, varð upphafið að stofnun Landhelgisgæslunnar árið 1926.
Varðskipið Freyja gert tilbúið til heimferðar

Varðskipið Freyja er nú komið í slipp í Rotterdam þar sem það er málað í litum Landhelgisgæslunnar. Prófanir fóru fram á skipinu og búnaði þess í síðustu viku og gengu vel.
300 þátttakendur á alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga hér á landi

Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst formlega á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag og stendur fram í næstu viku. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgisgæslan hefur veg og vanda af. Hún fer að stærstum hluta fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Þetta er í tuttugasta sinn sem æfingin er haldin.
Grindhvalshræ dregin úr fjöru og komið fyrir um borð í Þór

Áhöfnin á varðskipinu Þór dró um fimmtíu grindhvalshræ úr fjörunni í Melavík á Ströndum um borð í varðskipið Þór í dag. Grindhvalina rak á land í Árneshreppi á Ströndum fyrr í mánuðinum. Hræin voru dregin með léttbátum varðskipsins og hífð með krana um borð í Þór.
12 björgunarkafarar útskrifaðir

Tólf starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra voru í dag útskrifaðir sem björgunarkafarar við hátíðlega athöfn í Skógarhlíð.
Fjórir hífðir um borð í TF-GRO eftir að skúta strandaði við Æðey

Þyrlusveitin aðstoðaði við rýmingu í Útkinn

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni almannavarna til að aðstoða við rýmingu í Útkinn vegna aurskriða sem þar féllu. Fjórir voru fluttir til Húsavíkur. Þyrlusveitin flaug um svæðið í gær ásamt lögreglu til að meta aðstæður.
Köfunarnámskeið um borð í Þór

Um þessar mundir stendur yfir sameiginlegt köfunarnámskeið Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis og Ríkislögreglustjóra um borð í varðskipinu Þór.
LHG tekur þátt í nýsköpunarverkefni sem miðar að því að auka öryggi

Landhelgisgæsla Íslands tekur nú þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem fjármagnað er af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Markmiðið með verkefninu er að útbúa verkfæri fyrir löggæslu- og öryggisstofnana sem auðveldar ákvarðanatöku og eykur öryggi sjófarenda.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sigldu með varðskipinu Freyju

Nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar héldu til Hollands á dögunum og fengu kennslu á varðskipið Freyju sem afhent verður Landhelgisgæslunni í október.
Þór kallaður út þegar slagsíða kom á flutningaskip

Varðskipið Þór var kallað út í nótt þegar talsverð slagsíða kom á erlent flutningaskip sem statt var suður af landinu. Farmur skipsins hafði færst til í vonskuveðri þegar skipið fór fyrir Reykjanes.
Varðskipið Freyja verður gert út frá Siglufirði

Bindandi samkomulagi hefur verið komið á varðandi kaup á varðskipinu Freyju á milli United Offshore Support GmbH og Landhelgisgæslu Íslands. Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands efndu til útboðs fyrr á árinu og bárust fimm tilboð.
Fyrsta konan til að gegna stöðu vaktstjóra í stjórnstöð

Tímamót urðu hjá Landhelgisgæslunni í vikunni þegar Hallbjörg Erla Fjeldsted varð fyrsta konan til að gegna starfi vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur.

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. Með nýju flugskýli verður bylting í aðbúnaði flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Hið nýja flugskýli verður 2822 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt ár 2022.
Hlaupið í minningu Jennýjar Lilju

Á laugardaginn kl 11:00 ætla vinir og ættingjar Jennýjar Lilju sem lést af slysförum aðeins þriggja ára að hittast við Kópavogskirkjugarð og hlaupa fyrir Jenný Lilju og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.
Prófanir vegna uppfærslu á ratsjárkerfum

Að undanförnu hafa umfangsmiklar uppfærslur á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins staðið yfir hér á landi. Lokaáfangi verkefnisins eru umfangsmiklar prófanir á kerfinu sem fram fara dagana 13. til 16. september.