Fréttayfirlit: 2021 (Síða 3)
Íslenskt togskip staðið að meintum ólöglegum veiðum

Íslenskt togskip var staðið að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðs svæðis austur af Glettingi um hádegisbil í gær. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar urðu varir við að skipið væri að veiðum innan reglugerðasvæðis 742/2021 þar sem allar veiðar með fiskbotnvörpu hafa verið bannaðar frá 1. júlí til áramóta.
Jarðskjálftamælum komið fyrir neðansjávar

Áhöfnin á varðskipinu Þór kom sex jarðskjálftamælum fyrir neðansjávar í ágústmánuði.
Þrjú rússnesk skip innan efnahagslögsögunnar

Landhelgisgæslan fylgdist með ferðum þriggja rússneskra skipa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tvö skipanna voru austan við landið og eitt á siglingu norður af landinu.
Áhöfnin á Þór við eftirliti í Sæunnarsundi

Hið árlega Sæunnarsund í Önundarfirði fór fram um helgina og var áhöfnin á varðskipinu Þór þeim tuttugu og átta sundköppum sem þreyttu sundið til halds og trausts. Tveir léttbátar varðskipsins Þórs voru til taks og við eftirlit auk báta frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg meðan sundkapparnir syntu yfir fjörðinn.
Bandarískar herflugvélar æfa við Ísland

Þrjár flugvélar bandaríska flughersins af gerðinni Northrop B-2 Spirit komu hingað til lands í kvöld og munu hafa tímabundið aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli næstu daga vegna æfinga. Vélarnar koma hingað til lands frá Bandaríkjunum og alls taka 200 liðsmenn flughersins þátt í verkefninu.
Veikur skipverji sóttur af þyrlu LHG

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust fyrir klukkan átta í morgun vegna veikinda um borð í erlendu herskipi sem statt var rúmar tuttugu sjómílur austur af Vattarnesi.
Pólski flugherinn annast loftrýmisgæslu

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar pólska flughersins, sem tekur þátt í verkefninu á Íslandi í fyrsta sinn.
Fiskibátur sem datt úr tilkynningarskyldu fannst eftir leit

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Hafbjörg, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, voru kölluð út í morgun vegna báts sem datt úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svaraði ekki kalli stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Áhöfn nálægs fiskibáts náði sambandi við bátinn sem staddur var djúpt austur af landinu.
Áhafnir Baldurs, TF-EIR og Gísla Jóns kallaðar út í nótt

Landhelgisgæslan sinnti tveimur útköllum á Vestfjörðum vegna veikinda í nótt.
Fjögur þyrluútköll í gær

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti fjórum útköllum vegna slysa og veikinda í gær.
Bandaríski sjóherinn kannaði hugsanlega olíumengun

Bandaríski sjóherinn kannaði hugsanlega olíumengun djúp suður af Reykjanesi í vikunni. Engin mengun reyndist vera á svæðinu.
Þyrlusveitin var á ferð og flugi um verslunarmannahelgina

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var á ferð og flugi um verslunarmannahelgina og sinnti fjölmörgum verkefnum, þar af fjórum útköllum.
Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Rúmlega 100 liðsmenn bandaríska flughersins taka þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum í stjórnstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Fjörur hreinsaðar á Hornströndum

Áhöfn varðskipsins Týs tók þátt í sérstaklega skemmtilegu verkefni í friðlandinu á Hornströndum um helgina. Vaskur hópur tuttugu og fimm sjálfboðaliða hreinsaði rusl úr fjörum Hlöðuvíkur en þar hófst verkefnið einmitt fyrir sjö árum.
Aldarafmæli Alþjóðasjómælingastofnunarinnar fagnað

Alþjóðlegi sjómælingadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Jafnframt eru 100 ár liðin frá stofnun Alþjóðasjómælingastofnunarinnar, International Hydrographic Organization. Landhelgisgæsla Íslands fagnar þeim tímamótum með því að geta út tvö ný hafnarkort, af Brjánslæk og Reykhólum.
Sjómannadagurinn 2021

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók þátt í hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins víða um land.