Fréttayfirlit: 2022 (Síða 2)
Kynning á AI-ARC
Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem fjármagnað er af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon2020.
Endurskoðaðar leiðbeiningar um rithátt baughnita
Landhelgisgæslan hefur gefið út endurskoðaðar leiðbeiningar um rithátt baughnita ásamt nýjum leiðbeiningum um útsetningu á línum og hólfum og rithátt á stefnum og vegalengdum á sjó.
Vitavinna á Geirfuglaskeri og í Þrídröngum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði starfsmenn Vegagerðarinnar sem önnuðust viðhald á vitanum í Geirfuglaskeri og í Þrídröngum á dögunum. Vitinn í Geirfuglaskeri var settur upp árið 1956 og vitinn á Þrídröngum var tekinn í notkun árið 1942.
Sendiherra bandaríkjanna í heimsókn
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í gær. Patman kynnti sér starfsemi stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, sjómælinga, séraðgerðasveitar og flugdeildar.
Séraðgerðasveit eyddi tundurdufli
Um hádegisbil í gær hafði skipstjóri íslensks togskips samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti að djúpsprengja hefði komið í veiðarfæri skipsins. Tundurduflinu var eytt.
Þór dró flutningaskip til hafnar í Reykjavík
Varðskipið Þór kom með flutningaskipið EF AVA til Reykjavíkur um klukkan 9 í morgun. Dráttarbátar Faxaflóahafna drógu skipið síðasta spölinn til hafnar.
Þyrlur, Þór og björgunarsveitir kallaðar út vegna flutningaskips í vanda
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru kallaðar út á mesta forgangi á öðrum tímanum í dag. Betur fór en á horfðist.
Æft við Færeyjar
Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði í gær með áhöfnum Brimils, varðskips færeysku landhelgisgæslunnar, og Vædderen, varðskips danska sjóhersins, við strendur Færeyja. Landhelgisgæslunni var formlega boðið til æfingarinnar fyrr í mánuðinum.
Æft vegna Hringborðs Norðurslóða
Vegfarendur í miðbænum hafa vafalítið tekið eftir umfangsmikilli sjóbjörgunaræfingu Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fram fór við Hörpu í hádeginu í gær.
Þyrlusveitin sótti sjúkling langt á haf út
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór í langt sjúkraflug á haf út síðdegis í gær vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi. Áhöfnin á TF-GRO var kölluð út á fimmta tímanum vegna veikindanna sem voru um borði í farþegaskipinu Ambience sem statt var um 160 sjómílur út af Garðskaga.
Georg sæmdur franskri orðu
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, var sæmdur orðunni Ordre du Mérite Maritime af Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, í móttöku í bústað sendiherrans í gær.
Æft með Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Áhöfnin á varðskipinu Þór og Slökkvilið Akraness héldu sameiginlega æfingu um borð í Þór um helgina þegar skipið var við bryggju á Akranesi.
Reykköfunaræfing fór fram í lest varðskipsins og að henni lokinni voru ,,slasaðir" hífðir upp frá spildekki Þórs með stigabíl slökkviliðsins.
Viðbúnaðaræfing Landhelgisgæslunnar og Geislavarna
Landhelgisgæslan og Geislavarnir ríkisins stóðu nýverið að viðbúnaðaræfingu í samstarfi við systurstofnanir í Noregi og Danmörku. Neyðarástand um borð í kjarnorkuknúnu flutningaskipi um 110 sjómílur norður af Þórshöfn var sett á svið og var hlutverk þátttakenda að bregðast við því.
400 sprengjusérfræðingar æfa viðbrögð við hryðjuverkum
Um 400 sprengjusérfræðingar frá 14 löndum eru staddir hér á landi vegna Northern Challenge sem er árleg æfing sprengjusérfræðinga. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skipuleggur.
Ráðstefna um siglingar og grænar lausnir
Markmið ráðstefnunnar er að kynna nýsköpun og nýjar lausnir í sjósókn og siglingum sem draga úr umhverfisáhrifum og/eða auka öryggi sjófarenda, þ.m.t. orkuskipti, bætta orkunýtingu og siglingaöryggi. Fjölmörg fyrirtæki munu halda fyrirlestra um lausnir sínar og framtíðarsýn.
Fjögur útköll þyrlusveitar í dag
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist fjögur útköll í dag, bæði á sjó og á landi. Í morgun var óskað eftir aðstoð sveitarinnar vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem var statt 80 sjómílur norður af Grímsey. Vegna fjarlægðar frá landi voru tvær þyrlur sendar norður, önnur annaðist útkallið sjálft á meðan hin var til taks í Grímsey.