Fréttayfirlit: 2023 (Síða 2)
Sex útköll þyrlusveitarinnar um helgina
Helgin hefur verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur sinnt sex útköllum um helgina, þar af voru tvö þeirra sjúkraflutningar á sjó.
Æfing Þórs og Brimils í Færeyjum
Áhafnir varðskipanna Þórs og Brimils héldu sameiginlega æfingu í Þórshöfn í Færeyjum í gær. Einn hluti æfingarinnar gekk út á að taka Brimil á síðu Þórs og færa það að bryggju.
Sigurður Þ. Árnason látinn
Sigurður Þorkell Árnason, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni er látinn, 95 ára að aldri.
Mikill viðbúnaður var vegna neyðarsendis frá flugvél í Fljótavík
Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni, björgunarsveitum og lögreglu vegna neyðarboðs sem kom frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík á þriðja tímanum í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá vélinni klukkan 14:39.
Viðbúnaður vegna leka í vélarúmi fiskiskips
Síðdegis í gær hafði fiskiskip sem var að veiðum í Húnaflóa samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti að talsverður leki væri í vélarúmi skipsins. Skipið sigldi að lokum fyrir eigin vélarafli til hafnar.
Landhelgigsæslan prófar lausn sem byggir á gervigreind
Landhelgisgæslan hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC. Markmiðið með verkefninu er að auka stöðuvitund og árvekni á sjó en verkefnið er fjármagnað af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon 2020. Að því starfa 20 samstarfsaðilar frá 12 Evrópulöndum.
Bleika slaufan áberandi hjá Landhelgisgæslunni
Bleiki dagurinn er í dag og starfsfólk Landhelgisgæslunnar íklætt bleiku gæddi sér á bleikum eftirréttum í tilefni dagsins.
Bandaríkjamenn annast loftýmisgæslu
Von er á bandarískri flugsveit til landsins á morgun til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Flugsveitin kemur til landsins frá Þýskalandi, með fjórar F-16 herþotur og 120 liðsmenn.
Öldumælidufl lagt út við Straumnes
Áhöfnin á varðskipinu Freyju lagði út öldumælidufl við Straumnes á dögunum. Vel gekk að koma duflinu á sinn stað. Þegar verkinu var lokið heyrðist vel í því auk þess sem það sendi upplýsingar inn á vef Vegagerðarinnar.
Þyrlusveit hífði dekk og forseta
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í björgunaræfingu með áhöfninni á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, við Bessastaði í dag. Sigmaður þyrlunnar seig niður til forsetans sem var staddur í fjörunni yst á nesinu, klæddi forsetann í björgunarlykkju og hífði hann að því búnu um borð í þyrluna.
Landhelgisgæslan hvetur til að hugað verði að skipum og bátum í höfnum
Landhelgisgæslan vekur athygli á að stormspá er í gildi fyrir mið og djúp í kringum landið. Gert er ráð fyrir að vindur snúist til mjög hvassrar norðlægrar áttar seint í kvöld og í nótt og gera öldulíkön ráð fyrir mikilli ölduhæð norðan við landið á morgun og fram á aðfaranótt miðvikudags.
Freyja og Gná fylgdu Stellu til hafnar
Landhelgisgæsla Íslands óskar björgunarsveitinni Sæbjörgu innilega til hamingju með björgunarbátinn Stellu sem vígður var við hátíðlega athöfn á höfninni á Flateyri um helgina.
Northern Challenge hafin
Landhelgisgæsla Íslands stendur fyrir hinni árlegu Northern Challenge sem er fjölþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skipuleggur. Um 400 þátttakendur frá 15 löndum taka þátt að þessu sinni.
Þór dró Polarfront til Reykjavíkur
Varðskipið Þór kom með franska farþegaskipið Polarfront til Reykjavíkur um miðjan dag eftir að hafa dregið það frá Fönfirði á Grænlandi. Ferðin til Reykjavíkur frá Gænlandi tók þrjá sólarhringa og gekk vel.
Þór með franskt farþegaskip í togi frá Grænlandi
Varðskipið Þór er nú með franska farþegaskipið Polarfront í togi frá Grænlandi til Reykjavíkur. Í vikunni var leitað til Landhelgisgæslunnar vegna farþegaskipsins sem var búið að vera vélbilað innst í Fönfirði, sem er inn af Scorespysundi á Grænlandi, í nokkra daga.
Eldur kom upp í fiskibát á Siglufirði
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að eldur væri í vélarrúmi fiskibáts sem staddur var um 500 metra norður af Siglufjarðarhöfn laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þrír voru um borð í bátnum.