Varðskipið Ægir leggur út hlustunardufl sem mælir jarðskjálfta og hljóð hvala

  • Varðskipið Ægir - maí 2007 - hlustunardufl.

Þriðjudagur 15. maí 2007.

Varðskipið Landhelgisgæslunnar, Ægir, hefur á eftirlitsferð um efnahagslögsöguna haft það aukaverkefni á að leggja út fimm hlustunardufl sem ætluð eru til að hlusta eftir jarðskjálftum og hvalaferðum. Verkefnið er unnið fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veðurstofnunina, NOAA.

Verkefnið er leitt af bandarískum líffræðingi frá NOAA sem hefur sérhæft sig í að greina hljóð hvala eftir tegundum og jafnvel einstaklingum innan sömu tegundar. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands nýtir hins vegar upplýsingarnar sem hlustunarduflin safna til að staðsetja jarðskjálfta betur en áður. Hafrannsóknarstofnun Íslands er einnig aðili að verkefninu.

Duflin verða í sjónum í eitt ár og sér Landhelgisgæslan um að sækja þau út á haf næsta sumar. Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður tók meðfylgjandi myndir fyrir nokkru þegar unnið var að því að leggja út duflin.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Varðskipið Ægir - maí 2007 - hlustunardufl.
Bandaríski líffræðingurinn Matthew John Fowler gerir flot fyrir duflið klárt, sólin að koma upp.
Varðskipið Ægir - maí 2007 - hlustunardufl.
Flotið híft út fyrir en það er um 400 kg. Við flotið heldur Hinrik Haraldsson háseti, Linda Ólafsdóttir háseti, Pálmi Jónsson yfirstýrimaður og Matthew John Fowler frá NOAA standa hjá. Á krana er Sævar M. Magnússon háseti. Í skýli sést glitta í Sverri Jensson háseta og á skýlisþaki er Baldur Árnason háseti.

Varðskipið Ægir - maí 2007 - hlustunardufl.
Flotið híft útfyrir.

Varðskipið Ægir - maí 2007 - hlustunardufl.
Flotinu sleppt.

Varðskipið Ægir á siglingu - maí 2007
Varðskipið Ægir á siglingu.