10. bekkur Grunnskóla Bláskógabyggðar í heimsókn

Í gær komu í heimsókn til Landhelgisgæslunnar nemendur úr Grunnskóla Bláskógabyggðar. Krakkarnir sem eru að ljúka 10. bekk brugðu sér í bæjarferð meðal annars til að kynna sér starfsemi Landhelgisgæslunnar. Var þeim kynnt starfsemi vaktstöðvar siglinga, sjómælinga og sprengjusveitar. Auk þess heimsóttu þessir hressu krakkar flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli þar sem flugflotinn var skoðaður og starfsemin kynnt. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var af Vilhjálmi Óla Valssyni stýrimanni og sigmanni í áhöfn má sjá framtíðarþátttakendur í atvinnulífinu ásamt kennara sínum fyrir framan eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar, TF LÍF.

heimsokn_10bekkur_Blaskogab_2007