Björgunarþyrlunni Gná fagnað

  • Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07

Föstudagur 8. júní 2007.

Björgunarþyrlan Gná kom til landsins sl. laugardag. Hún var leigð frá norska fyrirtækinu Norsk Helicopter í Stavanger. Í gær var starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og dómsmálaráðuneytisins boðið í móttökuathöfn í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti erindi af þessu tilefni og Geirþrúður Alfreðsdóttir sagði frá þyrlunni og eiginleikum hennar.

Eins og fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins, fór Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra í ræðu sinni yfir þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfsemi Landhelgisgæslunnar á síðustu mánuðum. Ráðherra minnti á að nýverið hefði verið gengið frá kaupum á nýrri flugvél sem kæmi til landsins sumarið 2009 og í bígerð væri að stofna ríkisfyrirtæki um flugrekstur landhelgisgæslunnar. Ráðherrann sagði einnig:

„Með komu þessarar vel búnu björgunarþyrlu er enn einum áfanganum náð við að styrkja þyrlukost Landhelgisgæslu Íslands, en hann byggist að nokkru upp á vel búnum leiguþyrlum þar til nýjar þyrlur verða keyptar. Unnið er að undirbúningi þeirra kaupa í samvinnu við norsk stjórnvöld. Verður fundað um málið næstu daga og stefni ég að því að ræða við málið við norska dómsmálaráðherrann í næstu viku og Norðmenn og Íslendingar munu sameiginlega hitta þyrluframleiðendur á flugsýningu í París eftir aðra helgi.“

Gná er 5 ára gömul, árgerð 2002. Hún hefur flogið alls 2200 klst. Hún er tveggja hreyfla þyrla af tegundinni Aerospatiale Super Puma AS-332L1, þ.e. af sömu tegund og björgunarþyrlan Líf og svipað útbúin. Í áhöfn eru fimm manns, 1 flugstjóri, 1 flugmaður, 1 stýrimaður/sigmaður, 1 flugvirki/spilmaður og 1 læknir. Gná er frábrugðin Líf að því leyti að hún hefur ekki svokallaða SPONSON eldsneytistanka. Þar af leiðandi eru settir 2 eldsneytistankar inn í vélina fyrir lengri flug. Hún tekur um 150 kg minna af eldsneyti en Líf.

Flugdrægi Gnár er 590 sjómílur. Hámarksflugþol er 4 klukkustundir og 45 mínútur. Hún er búin betri hitamyndavél en Líf, þ.e. myndavél með upptöku sem nýtist við æfingar og eftirlit með skipum. Einnig er aðalspilið á henni hraðvirkara enn í Líf og varaspilið er jafn öflugt og aðalspilið í Líf. Gert er ráð fyrir að Gná geti tekið 2 sjúklinga núna en með haustinu eða í vetur verður aðstaða til að taka 4-5 sjúklinga.  Þar sem Gná er útbúin fyrir björgunarflug eingöngu er ekki hægt að taka nema 1-2 farþega í sæti. 

Gná er útbúin svokölluðu IHUMS kerfi.  Það eykur öryggi vélarinnar þar sem þetta tæki fylgist með ástandi og virkni vélarinnar í flugi og að flugi loknu geta flugvirkjar skoðað ástand drifbúnaðar og tækja vélarinnar í tölvu. Þetta eykur öryggi áhafnar og gefur einnig til kynna í tíma ef skipta þarf út hlutum í vélinni vegna slits.  Fyrirhugað er að útbúa nætursjónaukalýsingu í Gná næsta haust.

Gná var áður notuð sem sjúkra- og björgunarþyrla á olíuborpöllum í Norðursjó.  Ákveðið var að þyrlan fengi íslensku einkennisstafina TF-GNA en loftför Landhelgisgæslunnar hafa jafnan verið skírð eftir persónum í norrænni Goðafræði. Gná var ein af þjónustumeyjum Friggjar Fjörgynsdóttir höfuðgyðju í norrænni goðafræði.  Hún átti hestinn Hófvarpni sem rennur bæði loft og lög og því við hæfi að þyrlan fengi þetta nafn.

Fyrsta eiginlega björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar var keypt árið 1972 og fékk hún einkennisstafina TF-GNA.  Hún var af gerðinni Sikorsky S-62 og var sérstaklega hönnuð til gæslustarfa yfir sjó.  Gná brotlenti á Skálafelli 3. október 1975 eftir að öxull í stélskrúfu brotnaði en áhöfnina sakaði ekki.  Sjá umfjöllun um sögu flugdeildar á vefsíðu Landhelgisgæslunnar á slóðinni:
/starfsemi/stjornsyslusvid/frettir/nr/277

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gná kom til landsins og í móttökuathöfninni sem haldin var í gær í flugskýli Landhelgisgæslunnar.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07

Gná kom til landsins laugardaginn 2. júní 2007.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Gná kom í fylgd Lífar, björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, sem er af sömu tegund og Gná.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Halldór Benóný Nellett framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, Geirþrúður Alfreðsdóttir flugrekstrarstjóri, Sigurður Heiðar Wiium yfirflugstjóri og Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ræða saman við móttökuathöfnina sem haldin var í gær, fimmtudaginn 7. júní 2007.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Ráðherrann og starfsfólk skoðar vélina.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07

Thorben Lund yfirstýrimaður í flugdeild, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Daníel Hjaltason flugvirki í þyrluáhöfn, Hjalti Sæmundsson aðalvarðstjóri í vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður vaktstöðvar siglinga.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Tý.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Landhelgisgæslukonur voru mættar til að skoða vélina, Steinvör Ingibjörg Gísladóttir ritari forstjóra, Ragnhildur Magnúsdóttir bókari, Þóra Sif Sigurðardóttir og Steinunn Hákonardóttir fulltrúar á rekstrarsviði.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Magnús Örn Einarsson yfirstýrimaður, Jens Þór Sigurðsson þyrluflugmaður og Garðar Árnason þyrluflugmaður.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Halldór, Björn, Geirþúður og Sigurður.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Björn Brekkan Björnsson þyrluflugstjóri sem er einnig þjálfunarstjóri í flugdeild. Sá stutti, Viktor Húni, strax kominn í starfsþjálfun hjá pabba sínum.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Pétur Steinþórsson flugstjóri, Hilmar Ægir Þórarinsson yfirflugvirki og Arnbjörg Gunnlaugsdóttir fulltrúi í flugtæknideild.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Steinvör Ingibjörg Gísladóttir ritari forstjóra og Dagmar Sigurðardóttir lögfræðingur/upplýsingaftr.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Halldór Benóný Nellett framkvæmdastjóri aðgerðasviðs bauð alla velkomna.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra flutti erindi. Sjá texta að ofan.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Starfsfólk Landhelgisgæslunnar og dómsmálaráðuneytisins.

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Jóhanna Gunnarsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögfræðingar í dómsmálaráðuneytinu og fleiri.