Björgunarþyrlan Líf flutti sérsveit Ríkislögreglustjórans vegna byssumanns í Hnífsdal

Laugardagur 9. júní 2007.

Föstudagskvöldið, 8. júní var þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar kölluð út með bráðaútkalli, og beðið um flutning á sérsveitarmönnum Ríkislögreglustjórans vegna skotárásar í Hnífsdal. Björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, Líf, fór frá Reykjavíkurflugvelli kl. 23. 41 með 9 sérsveitarmenn innanborðs og lenti með þá á bryggjunni í Hnífsdal kl. 00:43 eftir miðnætti í nótt. Að því loknu flaug þyrlan til Ísafjarðar og beið þar á flugvellinum uns sérsveitarmenn höfðu yfirbugað byssumanninn og komið honum undir lás og slá. Þyrlan hélt síðan af stað til Reykjavíkur með sérsveitarmennina frá Ísafirði kl. hálffjögur um nóttina og var komin til Reykjavíkur klukkustund síðar.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.