Utanríkisráðuneytið styrkir baráttuna gegn ólöglegum fiskveiðum - Landhelgisgæslumaður að störfum í Róm

  • Gylfi og Georg í Róm - heimsókn til FAO

Þriðjudagur 12. júní 2007.

Utanríkisráðuneytið segir frá því í Stiklum að ráðuneytið kosti starf sérfræðings frá Landhelgisgæslunni við fjareftirlit með skipum og við rafrænar afladagbækur í fiskideild FAO í Róm. Þar er einnig sagt frá heimsókn Georgs Kr. Lárussonar forstjóra Landhelgisgæslunnar til FAO.

Í Stiklum kemur fram að Ísland hefur getið sér orð á alþjóðavettvangi fyrir að vera í fremstu röð á þessu sviði. Verkefnið er unnið í samvinnu við sjávarútvegsráðuneytið og Landhelgisgæsluna. Sérfræðingurinn sem dvelur um þessar mundir hjá FAO er Gylfi Geirsson starfsmaður Landhelgisgæslunnar.  Gylfi er nú formaður tækninefndar Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðsins.  Nánar er sagt frá starfi Gylfa og heimsókn forstjóra Landhelgisgæslunnar til FAO í Stiklum, 11. tbl. 2007, á eftirfarandi slóð:
http://utanrikisraduneyti.is/media/Stiklur/Stiklur_11._tbl_2007.pdf

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Gylfi og Georg í Róm - heimsókn til FAO

Gylfi Geirsson og Georg Kr. Lárusson hjá FAO í Róm.