Leitar- og björgunaræfingar

  • Ægir og Syn - æfing sumarið 2007

Fimmtudagur 14. júní 2007.

Áhafnir skipa og loftfara Landhelgisgæslunnar halda reglulega sameiginlegar æfingar í leit og björgun. Guðmundur St. Valdimarsson tók flottar myndir þegar áhöfn varðskipsins Ægis æfði annars vegar með áhöfn björgunarþyrlunnar Eirar og síðar sama dag með áhöfn eftirlitsflugvélarinnar Synjar.

Björgunaræfing Ægis með björgunarþyrlunni Eir fólst í því að æfa hífingar upp úr lífbát (björgunarbát) og sjó. Tveir menn voru hífðir úr bátnum og tveir úr sjónum.

Eir björgunaræfing með Ægi sumarið 2007
Viggó Sigurðsson sigmaður á Eir nær í Guðrúnu H. Einarsdóttur háseta sem er í lykkjunni. Í bátnum eru Hinrik Haraldsson háseti og Tómas Pétursson háseti.

Eir björgunaræfing með Ægi sumarið 2007
Eir yfir mönnunum í sjónum, Hinriki Haraldssyni háseta og Tómasi Péturssyni háseta.

Eir björgunaræfing með Ægi sumarið 2007
Maður hífður úr sjó.


Síðar um daginn var svo önnur leitar og björgunaræfing með Syn. Leitað var að lífbát sem var með neyðarsendi í gangi. Báturinn hafði verið settur út og látinn reka í svolítinn tíma áður en Syn kom á staðinn. Flugvélin miðaði út sendinguna og fann bátinn fljótlega. Springer bátur Ægis var svo sendur af stað til þess að finna bátinn eftir staðsetningartækjum hans.

Ægir björgunaræfing með Eir sumar 2007
Ægir og lífbáturinn.

Syn og Ægir björgunaræfing sumar 2007
Syn í lágflugi við Ægi.

Ægir og Syn - æfing sumarið 2007