Opinber rafræn sjókort

Alþjólegi sjómælingadagurinn

  • E36-hluti

Í dag, 21. júní, er Alþjóðlegi sjómælingadagurinn. Á liðnu ári varð Alþjóðasjómælingastofnunin 85 ára. Af því tilefni samþykktu Sameinuðu þjóðirnar að gera þennan dag að Alþjóðlega sjómælingadeginum. Í ár er þema dagsins rafræn sjókort (Electronic Navigational Charts, ENC).

E31

Sjómælingasvið Landhelgisgæslu Íslands, Sjómælingar Íslands, hefur það meginhlutverk að sjá sjófarendum við strendur Íslands fyrir sjókortum og ýmsum öðrum sjóferðagögnum er stuðla að öruggri siglingu. Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar stundar sjómælingar og gefur út yfir 60 sjókort, yfirsiglinga-, strandsiglinga- og hafnakort. Samkvæmt reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa þarf sérhvert skip að hafa nýjustu útgáfu nauðsynlegra sjókorta um borð.

E36-hluti

Nýverið hóf Landhelgisgæslan að gefa út rafræn sjókort, en því hefur verið haldið fram að tilkoma ENC korta sé eitt mesta framfaraspor til öryggis fyrir sjófarendur síðan ratsjáin kom fram. ENC kort eru birt í rafrænum sjókorta- og upplýsingakerfum (Electronic Chart Display & Information System, ECDIS). Í ársbyrjun 2006 var fyrsta íslenska kortið gefið út. Núna eru komin út fimm íslensk ENC kort. Stefnt er að því að ljúka þremur til viðbótar á árinu 2007.

Rafræn sjókort, ENC, eru opinber vigursjókort sem uppfylla skilyrði Alþjóðasjómælingastofnunarinnar og hafa verið gefin út af opinberri sjómælingastofnun viðkomandi lands. Þessi kort eru einu vigursjókortin sem má nota í staðinn fyrir prentuð sjókort.

Nánar:
Opinber rafræn sjókort.
Sitthvað um könnun hafsins, sjómælingar og sjókortagerð.

Arni_Thor_Vesteinsson

Árni Þór Vésteinsson
Deildarstjóri kortadeildar
Sjómælingasvið Landhelgisgæslu Íslands

Niels_Bjarki_Finsen 

Níels Bjarki Finsen
Verkefnisstjóri rafrænna sjókorta
Sjómælingasvið Landhelgisgæslu Íslands