Færeysku línuskipi vísað til hafnar

  • Vaktstöð siglinga / stjórnstöðin 2007

Mánudagur 25. júní 2007.

Landhelgisgæslan vísaði færeysku línuskipi til hafnar í Þorlákshöfn um helgina þar sem rannsakað var meint brot skipstjórans gegn íslenskri fiskveiðilöggjöf. Var skipstjórinn grunaður um að hafa veitt ólöglega á lokuðu svæði á Kötlugrunni.

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Lögreglustjórans á Selfossi fóru um borð í skipið á laugardagsmorguninn til rannsóknar og skipstjórinn kom síðan ásamt lögmanni sínum til yfirheyrslu á lögreglustöðinni á Selfossi. Skipstjórinn var látinn leggja fram tryggingu fyrir andvirði aflans og hugsanlegri sekt og öðrum málskostnaði.  Að því loknu var skipinu leyft að halda úr höfn.  Lögreglustjórinn á Selfossi tekur ákvörðun um framhald málsins.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./upplýsingaftr.

Vaktstöð siglinga / stjórnstöðin 2007

Úr myndasafni:  Séð inn í vaktstöð siglinga þar sem jafnframt er stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.  Mynd: Jóhann Baldursson.