Varðskipið Ægir flutti slasaða konu frá Hornvík til Ísafjarðar

  • Ægir í sjúkraflutningum 190707

Föstudagur 20. júlí 2007.

Kona slasaðist í gær þegar hún féll 30-40 metra í brekku í Miðfelli við Horn. Varðskipið Ægir var í grenndinni og fóru varðskipsmenn á léttbát og sóttu konuna. Varðskipið Ægir flutti hana svo til Ísafjarðar þar sem hún komst undir læknis hendur. Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður tók tvær myndir við þetta tækifæri.

Af og til kemur fyrir að varðskipin sinna sjúkraflutningum bæði frá landi og einnig frá sjó.

Dagmar Sigurðardóttir lögfr./upplýsingaftr.

Ægir í sjúkraflutningum 190707

Ægir í sjúkraflutningum 190707