Leit að þýsku ferðamönnunum haldið áfram - útkall vegna ferðamanna í sjálfheldu í Köldukvísl

  • Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007

Fimmtudagur 23. ágúst 2007.

Fimmtudagur 23. ágúst 2007.
Leit að tveimur þjóðverjum sem saknað hefur verið var haldið áfram í gær og í dag. Þyrlurnar Gná og Eir taka þátt í leitinni en Syn hefur séð um að flytja 20 björgunarsveitarmenn austur til Hornafjarðar. Eir þurfti í gær að fara í útkall á leið á leitarsvæðið vegna tveggja kvenna sem voru í sjálfheldu á þaki bíls í Köldukvísl.

Leitin hefur ekki borið árangur í dag en leitarsvæðið þrengdist verulega eftir að áhöfnin á Gná fann tjöld Þjóðverjanna rétt fyrir hádegið í dag.

Landhelgisgæsluþyrlan Eir var við á leið til leitar í gær er hún var kölluð til bjargar tveimur konum sem voru í sjálfheldu á þaki bíls í ánni Köldukvísl.  Er þyrlan kom á staðinn hafði nærstöddum tekist að bjarga konunum í land.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag er björgunarlið Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kom út í flugskýli Landhelgisgæslunnar en eftirlitsflugvélin Syn flutti það til Hornafjarðar.  Gná sá svo um að flytja björgunarmenn upp á jökul.  Gná og Eir tóku báðar þátt í leit í dag.


Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007
Landsbjargarmenn að skipuleggja leit í flugskýli LHG.

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007
Landsbjargarmenn, svokallaðir undanfarar, á leið inn í Syn.

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007
Flugstjórarnir Hafsteinn Heiðarsson og Pétur Steinþórsson.

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007
Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður í Syn ásamt Landsbjargarmönnum að flytja leitarhund um borð í Syn.

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007

Stýrimennirnir í áhöfn Synjar, Vilhjálmur Óli Valsson og Friðrik Höskuldsson.

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007*
Landsbjargarmenn, undanfarar, í Syn.

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007
Jakob Ólafsson flugstjóri þyrlunnar Eirar og Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður að gera sig klára í leitarflugið.