Mannbjörg varð er leki kom að báti á Ísafjarðardjúpi

Sunnudagur 16. september 2007.

Fjórum mönnum var bjargað úr lekum báti á Ísafjarðardjúpi í kvöld.

Neyðarkall barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar/Vaktstöðvar siglinga kl. 21:05 í gegnum Neyðarlínuna en tilkynnt var um að leki væri kominn að báti út af Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi. Fjórir menn voru um borð.
 
Björgunarsveitir á svæðinu voru strax kallaðar út auk þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar og jafnframt voru allir bátar á svæðinu látnir vita.
 
Það var svo kl.21:26 að hraðbátur frá Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi kom á svæðið og bjargaði mönnunum. Þyrluáhöfn var þá afturkölluð.
 
Björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson var þá á leiðinni á svæðið en hann hélt áfram til að freista þess að bjarga bátnum.
 
Dagmar Sigurðardóttir
lögfr./upplýsingaftr.