Harðjaxlar heimsækja varðskip Landhelgisgæslunnar

  • Hardjaxlar_a_dekki

Mánudagur 5. nóvember 2007

Harðjaxlar skoðuðu varðskip Landhelgisgæslunnar og fóru í siglingu. Harðjaxlarnir eru hópur fatlaðra og ófatlaðra barna í 7. bekk, undir leiðsögn Bjarna Karlssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju. Allir 7. bekkingar eru velkomnir í hópinn þar sem börn vinna saman, hvort sem þau hafa skilgreindar fatlanir eða ekki. Ferðin var í alla staði hin ánægjulegasta, bæði fyrir gestina og fyrir áhöfn skipsins. Þarna eru greinilega sannir harðjaxlar á ferð.

Hardjaxlar_a_dekki
Harðjaxlar á dekki varðskipsins Ægis
Hardjaxlar_05112007
Hópurinn gæðir sér á veitingum um borð í skipinu

Myndir: Jón Páll Ásgeirsson

SRS 05.11.2007