Vaktstöð siglinga, samningur um endurnýjun fjarskiptabúnaðar

 • Stadsetning_senda_strandastodvakerfis

Vaktstöð Siglinga, endurnýjun fjarskiptabúnaðar

Hlutverk Vaktstöðvar siglinga er meðal annars að veita skipum sem sigla um íslenska efnahagslögsögu eftirfarandi öryggisþjónustu:

 • vöktun og eftirlit sjálfvirks tilkynningarkerfis skipa, þ.m.t. sjálfvirks alþjóðlegs auðkenningarkerfis skipa,
 • móttöku og miðlun tilkynninga frá skipum sem flytja hættulegan og/eða mengandi varning,
 • móttöku og miðlun neyðarkalla til viðeigandi aðila auk tilkynninga um óhöpp eða slys á sjó,
 • móttöku og miðlun tilkynninga frá farþegaskipum vegna talningar og skráningar farþega,
 • vöktun alþjóðlegs neyðar- og öryggisfjarskiptakerfis skipa og alþjóðlegs viðvörunarkerfis skipa,
 • skráningu skipa sem falla undir hafnarríkiseftirlit,

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er rekin samhliða stjórnstöð vaktstöðvarinnar og á sama stað. Til að sinna verkefnum sínum notar vaktstöðin umfangsmikil fjarskiptakerfi sem eru um allt land.

 

Fjarskiptabúnaður sem vaktstöðin notar er að mestu frá þeim tíma sem Landsími Íslands og forverar hans t.d. Póst- og símamálastofnun sáu um rekstur fjarskiptakerfa sem tilheyrðu strandastöðvaþjónustunni. Hann samanstendur af annars vegar miðlægum búnaði sem er í Reykjavík og hins vegar ýmsum sendabúnaði sem er staðsettur hringinn í kringum landið á strandastöðvum. Fjarskiptasambönd sem tengja senda við miðstöð eru að langmestu leyti aðkeypt. Búnaðurinn sem þjónustan byggir á er á ýmsum aldri. Honum má gróflega skipta eftir eftirfarandi kerfum:

 

 • Strandstöðvakerfi fyrir neyðarköll, öryggisfjarskipti og talsamskipti, sendar og viðtökubúnaður á VHF, MF og HF (metrabylgju, millibylgju og stuttbylgju) og tilheyrandi miðstöð með vinnustöðvum.
 • Navtex kerfi fyrir veðurtilkynningar og fleira.
 • Sjálfvirka tilkynningarskyldan og sjálfvirkt auðkenningarkerfi skipa.
 • Ýmis kerfi, t.d. gervihnattakerfi, Inmarsat og fleira.

 

Á undanförnum árum hefur verið rætt um nauðsyn þess að endurnýja meginhluta búnað vaktstöðvarinnar. Þar með talið senda og viðtæki á um 30 stöðum með ströndum landsins, miðbúnað sem er nú í Gufunesi en yrði settur upp í Skógarhlíð og vinnustöðvar í stjórnstöð vaktstöðvarinnar. Megin ástæða þessarar endurnýjunar er að núverandi fjarskiptabúnaður hefur verið að láta undan sökum aldurs auk þess sem vaktstöðin verður að fjarlægja allan búnað sinn af Rjúpnahæð vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda á svæðinu. Miðlægur búnaður stöðvarinnar er orðinn gamall og framleiðandi er hættur að ábyrgjast þjónustu og varahluti í hann.

 

Á síðastliðnu ári var gerð áætlun um endurnýjun strandastöðvarbúnaðar vaktstöðvarinnar og í framhaldi af því var fjármögnun til þessa verkefnis tryggð. Það var síðan ákveðið að bjóða út strandastöðvarbúnaðinn og var útboðið auglýst í maí s.l. og tilboð opnuð 2. ágúst. Tilboð bárust frá fjórum aðilum og var eftir yfirferð tilboða ákveðið að ganga til samninga við austuríska fyrirtækið Frequentis.

 

Engar breytingar verða á rekstri sjálfvirku tilkynningarskyldunnar samhliða þessari endurnýjun.  

 

Auðkenningarkerfi skipa (AIS, Automatic Identification System) sem hefur verið í notkun í nokkur ár og er enn í þróun mun á næstu árum verða mun umsvifameira miðað við það sem Evrópusambandið stefnir að. Stefnt er að því að því öllum skilyrðum um rekstur þessa kerfis verði fullnægt.

 

Nýr miðlægur búnaður verður settur upp í Skógarhlíð í stað þess að staðsetja hann upp í Gufunesi.

 Stadsetning_senda_strandastodvakerfis

 

Staðsetning senda strandastöðvakerfis

 

Fulltrúar Vaktstöðvarinnar, Landhelgisgæslunnar, Siglingastofnunar og Neyðarlínu hafa séð um undirbúning og útboð með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafar.

 

Nýtt endurnýjað kerfi uppfyllir öll lög og reglur og alþjóðlega samninga sem málið varðar, það verður öruggt og tryggir öryggi sjófaranda eins og kostur er og bætir þjónustuna. Nýtt kerfi munu leiða til betra vinnuumhverfis í stjórnstöð og getur bætt verklag við daglegan rekstur.

 

 Vaktstod_siglinga13110070001

Úr vaktstöð siglinga

 

13.11.2007 SRS