Tundurdufl í veiðarfæri

  • Duflid_um_bord

Laugardagur 17. nóvember 2007

Um kl 09:00 hafði togskipið Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði (áður Smáey) samband við Vaktstöð siglinga og sagðist vera á togveiðum undan Látrabjargi og hafa fengið stóra álkúlu í veiðarfærin sem væri um 1.20 m í þvermál. Vaktstöð siglinga kom skipstjóra skipsins í samband við sprengjusérfræðing Landhelgisgæslunnar og eftir lýsingum hans á duflinu var enginn vafi talinn á að um væri að ræða þýskt tundurdufl en þeim var meðal annars lagt út við Látrabjarg til að trufla ferðir skipalesta á leið til Murmansk, í seinni heimsstyrjöld. Var óskað eftir að skipið kæmi strax að landi og var ákveðið að það kæmi til hafnar á Rifi. Haft var samband við lögreglu og hafnastjóra. Björgunarbátur á staðnum var fenginn til að flytja sprengjusérfræðinga um borð í skipið en það reyndist ógerlegt vegna veðurs. NV vindur um 20m/sek var þá á svæðinu. Ekki reyndist mögulegt að gera duflið óvirkt um borð og var það því flutt á afvikinn stað og sprengt. Sprengiefnið úr duflinu reyndist vel virkt.

Duflid_um_bord
Tundurduflið á dekki skipsins

tilbuid_til_flutnings
Duflið tilbúið til flutnings, Jónas K. Þorvaldsson sprengjusérfræðingur

sprengi_efni_komid_fyrir
Sprengiefninu komið fyrir

gigur_eftri_sprengingu
Gígur eftir sprengingu duflsins, Marvin Ingólfsson og
Jónas K. Þorvaldsson sprengjusérfræðingar

Rnes-Snes
Kortið sýnir útbreiðslu þýskra tundurdufla við vesturströnd Íslands

Kort: Sjómælingar Íslands

Myndir: Sigurður Ásgrímsson

SRS 17.11.2007