Vélarvana bátur á reki í nágrenni Reykjavíkur

  • Skolaskipid_Drofn_dregur_somabat_til_rek

Miðvikudagur 21. nóvember 2007

Í dag klukkan 15:32 barst Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, símtal frá vélarvana bát á reki í nágrenni Reykjavíkur, í gegnum Neyðarlínuna, 112. Bátinn, 6 metra langan Sómabát með þrjá menn um borð rak í átt að Geldinganesi. Nálægum skipum var gert viðvart og héldu skólaskipið Dröfn og sanddæluskipið Sóley tafarlaust á staðinn. Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson og Gróa Pétursdóttir voru kölluð út auk þess sem lögregla og björgunarfólk voru send á staðinn á Geldinganesi. Skólaskipið Dröfn var komið á staðinn um klukkan 16:00. Greiðlega gekk að koma dráttartógi frá Dröfn og yfir í bátinn sem dreginn verður til hafnar í Reykjavík. Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson fylgir skipunum til hafnar.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á varðskipinu Ægi.

Skolaskipid_Drofn_dregur_somabat_til_rek
Skólaskipið Dröfn kemur með bátinn í togi inn til Reykjavíkurhafnar

Skolaskipid_Drofn_dregur_somabat_til_rek2
Björgunarskipin Ásgrímur S. Björnsson og Gróa Pétursdóttir fylgdu skipunum
Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson

SRS 21.11.2007