Landhelgisgæsla Íslands og Landmælingar Íslands gera með sér samstarfssamning um landupplýsingar

  • Samstarfssamn_LHG_LMI_GLar_MGudm_18122007

Miðvikudagur 19. desember 2007

Í gær undirrituðu forstjórar Landhelgisgæslu Íslands og Landmælinga Íslands samstarfssamning um landupplýsingar. Markmið samningsins er að auka samstarf stofnananna á sviði kortagerðar, landfræðilegra upplýsingakerfa, landmælinga og til að samnýta sérþekkingu og gögn.

Stofnanirnar munu koma sér saman um sameiginlega verkefnaskrá er varðar þessi atriði. Einnig munu þær sameignlega vekja athygli á gildi landupplýsinga á Íslandi. Gengið var frá verkefnaskrá fyrir komandi starfsár sem innifelur meðal annars þarfagreiningu vegna söfnunar gagna til kortagerðar af Breiðafirði og frumvinnu vegna sameiginlegrar skilgreiningar á strandlínu Íslands.

Samstarfssamn_LHG_LMI_GLar_MGudm_18122007
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands við undirritun
samningsins (mynd: Níels B. Finsen)

SRS 19.12.2007