Lunning sem rifnaði af varðskipinu Ægi í Þorskastríðinu komin í leitirnar

  • Lunning_Aegir_komin_a_land_20122007

Mánudagur 7. janúar 2008

Þann 20. desember síðastliðinn fékk togarinn Arnar HU 1 stórt járnstykki upp með trollinu þegar hann var við veiðar á Þistilfjarðargrunni. Við nánari skoðun reyndist þar vera komin lunning sem rifnaði af varðskipinu Ægi í Þorskastríðinu, í október 1972. Þá keyrði breski togarinn Aldershot á stjórnborðssíðu Ægis, með þeim afleiðingum að lunningin rifnaði af.

Lunning_aegir_gamalt
Lunningin á varðskipinu Ægi fyrir breytingar (mynd: Jón Páll Ásgeirsson)


Lunning_Aegir_komin_a_land_20122007
Lunningarhlutinn sem kom upp nýverið (mynd: Ólafur Bernódusson)

Við skoðun á járnstykkinu og samanburð við gamlar myndir mátti taka af allan vafa að þarna er lunningin af Vs. Ægi komin í leitirnar.

Nánar má lesa um atburðinn í ævisögu Guðmundar skipherra Kjærnested
– síðara bindi.

07.01.2008 SRS