Varðskipið Ægir aðstoðar flutningaskip með bilað stýri

  • Aegir_adst_Irafoss_06012008

Mánudagur 7. janúar 2008

Aðfararnótt síðastliðins sunnudags kl. 01:55 barst Vaktstöð siglinga/ stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð um að flutningaskipið Írafoss væri á Norðfjarðarflóa með bilað stýri. Haft var samband við önnur skip úti fyrir Austfjörðum og hélt varðskipið Ægir  áleiðis og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupstað, fór á staðinn og tók skipið í tog. Hafbjörgin dró Írafoss inn á Norðfjörð þar sem skipið lagðist við akkeri. Vs. Ægir aðstoðaði svo skipið við að komast að bryggju á Neskaupstað.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Vs. Ægi.

Aegir_adst_Irafoss_06012008
Varðskipið Ægir með Írafoss við bakborðssíðuna

Aegir_adst_Irafoss_06012008_KThJ_i_brunni
Kristján Þ. Jónsson skipherra í brúnni

Aegir_adst_Irafoss_06012008_Irafoss_v_bryggju
Írafoss kominn að Bæjarbryggjunni á Neskaupstað

07.01.2008 SRS