Ný flugvél Landhelgisgæslunnar - smíði gengur vel

  • Dash_8_LHG_teikning

Þriðjudagur 22. janúar 2008

Smíði Dash-8 Q300 flugvélar fyrir Landhelgisgæsluna gengur vel og er byrjað að setja skrokk flugvélarinnar saman eins og sést á meðfylgjandi myndum. Reiknað er með að flugvélin verði flughæf um miðjan maí n.k. en þá verður hafist handa við að breyta vélinni í eftirlitsflugvél. Sú breyting felst í uppsetningu eftirlitstækja og björgunarbúnaðar og er reiknað með að flugvélin verði afhent fullbúin í júlí 2009.

Dash_8_LHG_teikning
Teikning af vélinni, eins og hún verður fullbúin

Dash8_smidi_framhluti_10jan2008
Framhluti vélarinnar

Dash8_smidi_skrokkur_ad_innan_10jan08
Innan úr skrokk vélarinnar

SRS 22.01.2008