Slysavarnafélagið Landsbjörg 80 ára

  • SVFI_Landsbj_80ara

Miðvikudagur 30. janúar 2008

Í gær, 29. Janúar voru 80 ár liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands, nú Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í tilefni dagsins bauð félagið til afmælishófs þar sem farið var yfir sögu félagsins í máli og myndum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands tók til máls og þakkaði gott samstarf um leið og hann færði félaginu að gjöf mynd sem sýnir samvinnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar, í verki.

SVFI_LHG_samstarf_gjof
Samstarf í verki (mynd: Vilhelm Gunnarsson)

Að þessu tilefni færði Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæslunni að gjöf tvö sett af Barryvox VS 2000 Pro snjóflóðaleitarbúnaði, sérútbúnum til notkunar í þyrlum. Georg Lárusson þakkaði gjöfina og gat þess að heldur óvenjulegt væri að þiggja gjöf, sem gestur í afmælisboði. Búnaðurinn verður til þess að efla enn frekar leit og björgun úr snjóflóðum og gott samstarf á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar.

SVFI_Landsbj_SmariSig_GeorgLar_gjafabref
Smári Sigurðsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
afhendir Georgi Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslu Íslands gjafabréf
fyrir snjóflóðaleitarbúnaði.

SVFI_Landsbjorg_80ara0001_2
Sýndur var búnaður björgunarsveitafólks fyrr og nú
(mynd: Sigríður Ragna Sverrisdóttir)

SVFI_Landsbj_80ara

Landhelgisgæsla Íslands óskar Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og félögum þess til hamingju með afmælið. Megi starf félagsins vera jafn farsælt hér eftir sem hingað til.SRS 30.01.2008