Cessna 310 flugvélar enn saknað

Þriðjudagur 12. febrúar 2008 kl. 09:30

Leit heldur áfram að bandarísku Cessna 310 flugvélinni sem leitað hefur verið síðan í gær. Varðskip Landhelgisgæslunnar er á staðnum og stýrir leit á svæðinu eftir leitaráætlun sem gerð hefur verið eftir útreikningum sértæks leitarforrits sem tekur mið af væntanlegum lendingarstað vélarinnar á sjónum og mögulegu reki. Dönsk herflugvél leitar úr lofti. Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar er væntanleg á staðinn og munu báðar vélarnar leita á svæðinu, eftir fyrrgreindri áætlun. Veður og sjólag á svæðinu er enn óhagstætt til leitar.

12.02.2008 SRS