Leit stendur enn yfir að Cessna 310 flugvél

Þriðjudagur 12. febrúar 2008 Kl. 15:10

Leit stendur enn yfir að bandarísku ferjuflugvélinni sem talið er að hafi hrapað í sjó um 50 sjómílur vestur af Keflavík í gær.

Aðstæður til leitar hafa batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Varðskip Landhelgisgæslunnar er við leit á staðnum og Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, ásamt Challenger flugvél danska flughersins eru við leit úr lofti. Ekkert hefur fundist af vélinni. Leit verður haldið áfram fram í myrkur.

12.02.2008 SRS