Norskur lóðs sóttur um borð í 300 metra gasflutningaskip undan Meðallandsbugt

  • Gasflutningaskip_Arctic_Discoverer

Föstudagur 15. febrúar 2008

Í byrjun vikunar bárust Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá 300 metra löngu, norsku gasflutningaskipi sem hafði tekið lóðs um borð, á Melköya við Hammerfest í Noregi, sem ekki hafði tekist að komast aftur í land vegna veðurs. Þess var því farið á leit við Landhelgisgæsluna að maðurinn yrði sóttur um borð í skipið þegar það væri sem næst landi, á leið sinni um íslenskt hafsvæði.
Það varð úr að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sem var í eftirlitsflugi, sótti manninn um undan Meðallandsbugt. Aðstæður voru góðar og var maðurinn hífður af skipinu og um borð í þyrluna.

Gera má ráð fyrir mjög aukinni umferð slíkra risa olíu- og gasflutningaskipa um íslensk hafsvæði á næstu árum í kjölfar vaxandi olíu- og gasvinnslu í Rússlandi og Noregi.

Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008
Lóðsinn hífður frá borði gasflutningskipsins og um borð í TF-LIF
(Mynd: áhöfn Arctic Discoverer)

Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008_2
Sýn spilmannsins um borð í TF-LIF á skipið (Mynd: Flugdeild LHG)

Gasflutningaskip_Arctic_Discoverer
Gasflutningaskipið Arctic Discoverer er 300 metra langt

15.02.2008 SRS