Varðskip dregur vélarvana flutningaskip til hafnar

  • Reykjafoss_dreginn_til_REK_16022008

Laugardagur 16. febrúar 2008

Síðastliðna nótt kl. 02:41 barst Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá flutningaskipinu Reykjafossi sem er 7541 brúttórúmlestir og 127, 4 metrar að lengd og orðið hafði vélarvana um 10 sjómílur norðvestur af Reykjanesi. Varðskip var sent á staðinn. Vel gekk að koma taug á milli skipanna, þó að töluverð þoka sé á svæðinu, og er gert ráð fyrir að skipin komi til Reykjavíkur þegar líður á daginn. 

Reykjafoss_dreginn_til_REK_16022008
Reykjafoss er 127,4 metrar að lengd (Mynd: Jón Páll Ásgeirsson)

Reykjafoss_dreginn_til_REK_16022008_2
Taug komin á milli skipanna (Mynd: Jón Páll Ásgeirsson)

16.02.2008 SRS