Vefsíða um framkvæmd samstarfs Norðmanna og Íslendinga um þyrlukaup

Mánudagur 18. febrúar 2008

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, skrifuðu undir samkomulag um samstarf Íslands og Noregs um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrla 30. nóvember 2007.
Nú hafa Norðmenn opnað vefsíðu, www.nawsarh.dep.no, um framkvæmd þessa samstarfs, sem þeir nefna NAWSARH-verkefnið. Á síðunni verður unnt að fylgjast með framvindu þess. Verkefnið miðast við að Ísland kaupi þrjár nýjar björgunarþyrlur og Noregur tíu til tólf.

Við framkvæmd verkefnisins verður fylgt reglum um opinber innkaup hér á landi og á Evrópska efnahagssvæðinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið leiðir verkefnið á Íslandi í samráði við Ríkiskaup, fjármálaráðuneyti og Landhelgisgæslu Íslands.

18.02.2008 SRS