Norsk loðnuskip farin af miðunum

  • Norska_lodnuskipid_Saebjorn_dreginn_til_Nordfj_13022008_2

Mánudagur 18. febrúar 2008

Eins og kunnugt er hafa Norðmenn lokið loðnuveiðum hér við land á þessari vertíð, kvóti þeirra var 39.125 tonn og varð endanlegur afli bátanna þegar veiðum lauk s.l. föstudagskvöld þann 15.feb. 37.250 tonn. Brælur töfðu norsk loðnuskip talsvert frá veiðum og töpuðu þau því dýrmætum tíma en annars gengu veiðar þeirra yfirleitt vel.

Þó varð varð eitt norsku skipanna, SÆBJÖRN, fyrir því óhappi þann 13 feb. að fá loðnunótina í skrúfuna og kom varðskip Landhelgisgæslunnar skipinu til hjálpar og dró það til Norðfjarðar þar sem nótin var hreinsuð úr skrúfunni. Skipið var erfitt í drætti þar sem talsvert af nótinni var í sjó, skipin komu til hafnar að kvöldi 13. Febrúar, eftir um 10 tíma ferðalag af miðunum.

Meðfylgjandi myndir tók Jón Kr. Friðgeirsson þegar varðskipið tók Sæbjörn í tog.

Norska_lodnuskipid_Saebjorn_dreginn_til_Nordfj_13022008
Unnið að því að koma taug á milli skipanna (Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)

Norska_lodnuskipid_Saebjorn_dreginn_til_Nordfj_13022008_2
Taug komin á milli, sjá má nótina hanga á síðu skipsins
(Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)

Norska_lodnuskipid_Saebjorn_dreginn_til_Nordfj_13022008_3
Skipin við komuna til Norðfjarðar (Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)

 

18.02.2008 SRS