Leit að Piper Cherokee flugvél, Nimrod flugvél frá breska flughernum tekur þátt í leitinni

Fimmtudagur 21. Febrúar 2008 Kl. 15:45

Leit að Piper Cherokee flugvélinni sem saknað hefur verið síðan í morgun, hefur enn engan árangur borið. Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN, og þyrla, TF-LIF, eru á leitarsvæðinu og verður leit haldið áfram fram í myrkur. Nimrod flugvél frá breska flughernum hefur verið fengin til að taka þátt í leitinni og er á leið á staðinn. Aðstæður til leitar eru erfiðar á svæðinu.

21.02.2008 SRS