Nemendur Fjöltækniskóla Íslands heimsækja Landhelgisgæsluna

  • Fjoltaekniskolinn_heims_05032008_logo_FI

Föstudagur 14. Mars 2008

Í síðastliðinni viku heimsóttu nemendur Fjöltækniskólan Landhelgisgæsluna. Heimsóknin var þáttur í Skrúfudögum skólans. Nemendurnir kynntu sér starfsemi deilda Landhelgisgæslunnar; aðalskrifstofu, Flugdeild, Sjómælingar Íslands, Sprengjudeild, Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og varðskipa. Nemendurnir voru mjög áhugasamir um starfsemina og þótti heimsóknin takast mjög vel.

Meðfylgjandi myndir tók Hulda Gísladóttir á meðan á heimsókninni stóð.

Fjoltaekniskolinn_heims_05032008_3
Nemar hlýða á kynningu um varðskip Landhelgisgæslunnar og
starfsemi yfirstjórnar

Fjoltaekniskolinn_heims_05032008_2
Árni Þór Vésteinsson, deildarstjóri kortadeildar kynnir Sjómælingar
Íslands

Fjoltaekniskolinn_heims_05032008_4
Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í Vaktstöð siglinga/ Stjórnstöð LHG
kynnir þá starfsemi sem þar fer fram

Fjoltaekniskolinn_heims_05032008_1
Sigurður Ásgrímsson(th.) og Jónas K. Þorvaldsson (tv.) kynna starfsemi
sprengjudeildar

14.03.2008 SRS