Grunnskólabörn á Þingeyri heimsækja varðskipið Tý

  • Grunnskborn_Thingeyri_heims_Vs_Ty_3

Mánudagur 7.apríl 2008

Í síðastliðinni viku heimsóttu grunnskólabörn á Þingeyri, ásamt kennurum sínum, varðskipið Tý. Alls voru gestirnir um 60. Varðskipsmenn sýndu gestunum skipið og fræddu þau um störf Landhelgisgæslunnar. Heimsóknin tókst vel í alla staði og var unga fólkið afar áhugasamt um varðskipin, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Grunnskborn_Thingeyri_heims_Vs_Ty
Skólabörnin fylkja liði ásamt kennurum sínum til skips
(Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)
Grunnskborn_Thingeyri_heims_Vs_Ty_2
Sigurður Steinar Ketilsson skipherra kveður unga fólkið og afhendir
þeim upplýsingabækling Landhelgisgæslunnar (Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)
Grunnskborn_Thingeyri_heims_Vs_Ty_3
Hópurinn stillti sér upp á bryggjunni (Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)
Grunnskborn_Thingeyri_heims_Vs_Ty_4
Og allir héldu glaðir aftur í skólann (Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)

07.04.2008 SRS