Samgönguráðherra opnar nýtt rafrænt komutilkynningakerfi skipa, Safe Sea Net

  • Safe_Sea_Net_opnun_KristjanM_sending

Fimmtudagur 8.maí 2008

Í dag opnaði samgönguráðherra, Kristján Möller, formlega nýtt rafrænt tilkynningakerfi fyrir skipakomur í Vaktstöð siglinga/ stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Kerfið hefur verið nefnt Safe Sea Net og er notendaviðmótið að finna á vefsíðunni www.safeseanet.is . Þetta rafræna tilkynningakerfi tengist inn í upplýsingakerfi siglingaöryggisstofnunar Evrópusambandsins, sem er miðlægur gagnagrunnur, þannig að hægt er að sækja, milli landa, upplýsingar, um ferðir og farm skipa. Auk þess munu viðeigandi stofnanir og hafnir á Íslandi fá upplýsingar sendar sjálfvirkt til sín.

Nánari upplýsingar um kerfið er að finna hér.

Safe_Sea_Net_opnun_Asgr_kynning
Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður Vaktstöðvar siglinga kynnir kerfið
(Mynd: SRS)
Safe_Sea_Net_opnun_KristjanM_sending
Samgönguráðherra, Kristján Möller sendir fyrsta íslenska skeytið í
Safe Sea Net (Mynd: SRS)
Safe_Sea_Net_opnun_KristjanM_skraning_mott
Skeytið móttekið í Vaktstöð siglinga (Mynd: SRS)

SafeSeaNet

Notendaviðmót Safe Sea Net (smellið á til að tengjast)

Skipstjórnendur, útgerðaraðilar og aðrir sem þurfa að senda inn tilkynningar um skipaferðir eru hvattir til að kynna sér kerfið. Ennfremur veitir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/Vaktstöð siglinga aðstoð við innskráningu, sé þess óskað.

Eldri frétt um efnið


09.05.2008 SRS