Togbátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum á Lónsbug

Mánudagur 26.maí 2008

Laugardaginn 24.maí sl. stóð þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF togbát að meintum ólöglegum veiðum á Lónsbug við SA-vert landið. Skipstjóra var tilkynnt að hann hefði verið staðinn að meintum ólöglegum veiðum og skipinu tafarlaust vísað til Hafnar í Hornafirði.  Á Höfn aðstoðaði stýrimaður þyrlunnar lögreglu við rannsókn málsins. 
Málið er í rannsókn.

26.05.2008 SRS