Óðinn verður hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík

  • odinn

Föstudagur 30. maí 2008

Í dag var varðskipið Óðinn formlega afhent Hollvinasamtökum Óðins til eignar. Hollvinasamtökin fela Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík, varðveislu skipsins. Skipinu hefur verið lagt við bryggju utan við sjóminjasafnið þar sem það verður hluti af safninu.

Odinn_afhentur_Hollvinasamtokunum_028
Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, afhendir Guðmundi Hallvarðssyni formanni Hollvinasamtaka Óðins lykilinn að Óðni.

Varðskipið Óðinn þjónaði Landhelgisgæslunni dyggilega í nærri hálfa öld, á árunum 1960 – 2006. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1959, sérsmíðað sem varð- og björgunarskip. Óðinn var mikilvægt tæki í landhelgisbaráttu Íslendinga, Þorskastríðunum, en gengdi einnig veigamiklu hlutverki í almannavörnum Íslendinga og björgunarstörfum af ýmsu tagi.

Frá og með morgundeginum verður Vs.Óðinn opinn almenningi, sem hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík og þykir landhelgisgæslufólki skipinu þar sómi gerður, þar sem það er merkur hluti af íslenskri sjóferðasögu.

Odinn_afhentur_Hollvinasamtokunum_013
Hollvinir Óðins fagna tímamótunum.

Odinn_afhentur_Hollvinasamtokunum_034
Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, ávarpar Hollvini Óðins.

Odinn_afhentur_Hollvinasamtokunum_016
Lögreglukórinn söng við athöfnina.

Odinn_afhentur_Hollvinasamtokunum_020
Starfsmenn LHG og Hollvinir Óðins fylgjast með söng Lögreglukórsins.

Myndir: Níels Bjarki Finsen

30.05.2008 SRS